Viðskipti innlent

Guðmundur Hauksson með 5 milljónir í mánaðarlaun

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var með 61 milljón í árslaun á síðasta ári.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var með 61 milljón í árslaun á síðasta ári.

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var með 61 milljón í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem sent var Kauphöllinni nú fyrir skömmu. Guðmundur var með rétt rúmar fimm milljónir á mánuði en fékk 4,3 milljónir á mánuði árið 2006 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar frá því ágúst 2007.

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa Fjárfestingabankans, sem er dótturfyrirtæki SPRON, fékk 40 milljónir í árslaun og Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, fékk rúmar sjö milljónir fyrir sín störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×