Viðskipti innlent

Exista og FL Group leiddu lækkanir dagsins

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.

Það voru fyrirtækin Exista og FL Group sem leiddu lækkanir dagsins í dag í Kauphöllinni eins og oft áður. Tuttugu félög lækkuðu í dag en aðeins tvö hækkuðu lítillega, Century Aluminium Company og Eik Banki. Exista lækkaði mest, um 4,99 prósent en FL Group um 4,88 prósent.

Þá lækkaði Atlantic Petroleum um 4,87 prósent og Landsbankinn og Glitnir fóru niður um 3,85 og 3,69 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag að sama skapi, um 3,11 prósent og er hún nú í 5.069,25 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×