Viðskipti innlent

Franz Árnason verður formaður Nordvarme

Franz Árnason.
Franz Árnason.

Franz Árnason, forstjóri Norðurorku og formaður stjórnar Samorku, félags orkufyrirtækja á Íslandi var á dögunum kjörinn formaður Nordvarme til næstu tveggja ára.

Fram kemur í tilkynningu frá Samorku að félagið muni jafnframt hafa veg og vanda af skrifstofuhaldi Nordvarme á sama tíma. Nordvarme er samstarfsvettvangur norrænu ríkjanna í hitaveitumálum. Þar er meðal annars fjallað um rannsóknir og þróun, gæðamál, öryggismál, þróun Evrópuregluverks og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×