Viðunandi uppgjör í erfiðu árferði 6. febrúar 2008 06:00 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, fer yfir lykiltölur í rekstri bankans. Markaðurinn/Anton Fyrir helgi birtu bankarnir fjórir, Landsbanki Íslands, Kaupþing, Glitnir og Straumur banki, allir uppgjör sín. Öll eru uppgjörin lituð af þrengingum þeim sem riðið hafa yfir fjármálamarkaði heimsins á seinni hluta síðasta árs í kjölfar lausafjárþurrðar og óvissuástands tengdu undirmálslánum í Bandaríkjunum og fjárfestingum fjármálafyrirtækja í ógagnsæjum skuldavafningum. Undirmálslánakrísan reyndist heldur dýpri en sérfræðingar greiningardeilda höfðu gert ráð fyrir og afkoma bankanna, í það minnsta á síðasta fjórðungi ársins, heldur undir því sem spáð hafði verið. „Afkoma bankanna á síðasta ári verður að teljast vel viðunandi með hliðsjón af því umróti sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og lækkunum á hlutabréfamörkuðum á seinni hluta ársins,“ segir hins vegar Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í nýlegu viðtali við Fréttablaðið. Fram hjá því verður ekki litið að sameiginlegur hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, auk Straums, nam í fyrra um 152 milljörðum króna og því deginum ljósara að þessar stöndugu fjármálastofnanir eru langt frá því að komast á vonarvöl. Kaupþing vegur vitanlega þyngst í þessum samanburði sem langstærsti bankinn. Hagnaður Kaupþings nemur 46 prósentum heildarhagnaðarins og er meiri en samanlagður hagnaður Glitnis og Landsbankans, sem er upp á 67,6 milljarða króna. Hagnaður til hluthafa Kaupþings vegna síðasta árs nemur 70 milljörðum króna. Forstjóri fjármálaeftirlitsins bendir réttilega á að arðsemi eigin fjár þriggja stærstu bankanna hafi numið næstum fjórðungi á árinu, auk þess sem afkoma af grunnstarfsemi bankanna hafi verið vel viðunandi, jafnvel þótt aðeins sé litið til seinasta fjórðungs ársins. Jafnframt segir hann að eiginfjárstaða bankanna verði að teljast traust auk þess sem hærri innlánshlutföll komi þeim til góða. „Hækkandi kostnaðarhlutföll eru hins vegar neikvæð þróun í afkomutölum síðasta árs,“ segir Jónas og bendir á að þau hafi að jafnaði verið yfir 50 prósentum á nýliðnu ári, heldur meira en árin á undan. Hann segir því bankana þurfa að huga að aðhaldi í kostnaði. Ekki er heldur annað hægt að merkja af nýlegum fundum bankanna vegna kynninga á uppgjörum þeirra en að mat þeirra á stöðunni sé það sama. Þannig lagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, nokkuð mikla áherslu á það í kynningu sinni á uppgjöri bankans að dregið yrði úr kostnaði. Innlánin skipta máliHreiðar Már Sigurðsson Kaupþing er langstærsti banki landsins. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, fór yfir horfur í rekstri hans og lykiltölur síðasta árs í höfuðstöðvum bankans í lok síðustu viku. Markaðurinn/PjeturLandsbanki Íslands reið á vaðið með uppgjör sitt fyrir rúmri viku, mánudaginn 28. janúar, og var heldur fyrr á ferðinni en verið hefur undanfarin ár. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það mat stjórnenda bankans að uppgjör hans yrði að öllum líkindum það áferðarfallegasta af stóru bönkunum, sér í lagi vegna vel heppnaðra aðgerða bankans í að auka vægi innlána í starfseminni og hlut þeirra í fjármögnun starfsemi hans. Því var talið að uppgjörið kynni að verða til þess fallið að álag á skuldatryggingar bankans (svokallað CDS álag á 5 ára skuldabréf) á alþjóðlegum fjármálamörkuðum lækkaði, en álag á skuldabréfaútgáfu bankanna hefur verið í hæstu hæðum. Þannig hefði bankinn getað brotið ísinn í skuldabréfaútgáfu og rutt brautina fyrir hina bankana. Aðstæður á fjármálamörkuðum höfðu hins vegar ekki batnað nægilega til þess að þessi atburðarás gæti gengið eftir. Staða bankans þykir engu síður góð núna í byrjun árs, enda bókfærast nú í byrjun árs þóknanatekjur vegna yfirtöku Marel Food Systems á Stork Food Systems og eins vegna ráðgjafar við kaup Nordic Partners á tékkneska matvælafyrirtækinu Hamé. Eftir skatta nemur hagnaður Landsbankans 39,9 milljörðum króna fyrir árið 2007. Grunntekjur samstæðunnar jukust um 34 prósent frá fyrra ári, námu 93,4 milljörðum króna. Þynntur hagnaður á hlut var 3,29 krónur fyrir árið 2007, 5,5 prósentum minni en á fyrra ári þegar hann var 3,48 krónur á hlut. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja afkomu bankans góða og stöðu hans sterka, sem gefi bankanum svigrúm til að bíða af sér erfiðar markaðsaðstæður. Ljóst megi vera að við þær aðstæður sem nú séu á fjármálamörkuðum verði frekari vöxtur ekki fjármagnaður. Um áramót nam lausafjárstaða bankans rétt tæplega níu milljörðum evra, eða um 864 milljörðum króna. „Afkoman er mjög í takt við það sem við væntum í upphafi ársins,“ segir Sigurjón og bendir á að undirliggjandi tekjur bankans hafi aukist um 28,8 milljarða króna milli ára. „Kostnaður jókst svo reyndar um 19 milljarða og svo koma til afskriftir upp á einn milljarð, þannig að undirliggjandi hagnaður jókst um rúma níu milljarða,“ segir hann, en heildartekjur bankans á árinu námu rúmum 110 milljörðum króna, jukust um rúma 20 milljarða frá fyrra ári. „Sú aukning ein og sér er jafnmikil öllum tekjum bankans árið 2003,“ bendir hann glaðhlakkalega á og kveður bankann í raun fá toppeinkunn á öllum sviðum. Eina vandamálið segir Sigurjón vera kjör á langtímafjármagni, en þar hafi bankinn ráðrúm til að halda að sér höndum enn um sinn. Hann segir þó ráð fyrir því gert að hefja á seinni hluta þessa árs skuldabréfaútgáfu vegna fjármögnunar ársins 2009. Að sama skapi segir Halldór J. Kristjánsson að í uppgjörinu komi skýrt fram árangur margþættra aðgerða sem gripið hafi verið til á undanförnum misserum. „Dregið hefur verið úr markaðsáhættu, útlánasafn bankans er vel áhættudreift og fjármögnunarhlið bankans sterk,“ segir hann og bendir á að innlán nemi um þremur fjórðu hlutum af heildarútlánum til viðskiptavina. „Bankinn er með tæplega 150 þúsund viðskiptavini sem valið hafa IceSave innlánsform okkar í Bretlandi,“ segir hann, en þar hefur bankinn bætt við fjölbreyttari reikningsformum þannig að um fjögur prósent innistæðnanna eru nú bundin til lengri tíma. Hann bendir á að gengið hafi verið frá 400 milljóna Bandaríkjadala víkjandi láni til bankans á síðasta fjórðungi ársins þar með hafi eiginfjárstaða hans verið styrkt enn frekar. „Eiginfjárstaða og lausafjárhlutfall bankans er nú með því besta sem gerist í Norður-Evrópu.“ Aukinn launakostnaður GlitnisFyrsta ársuppgjörið kynnt Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, kynnti sitt fyrsta ársuppgjör á Hilton hótel Nordica á þriðjudaginn í síðustu viku. Markaðurinn/VilhelmÁ kynningu Lárusar Welding, forstjóra Glitnis og Alexanders K. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans, á afkomu Glitnis á þriðjudaginn fyrir viku benti forstjórinn á að bankinn stæði að hluta fyrir utan þá óróleika sem plagað hafi fjármálamarkaði. „Stór hluti efnahagsreikningsins er í Noregi og meirihluti tekna okkar er á svæðum sem eru einangruð frá þeim öflum sem hafa hrjáð markaði upp á síðkastið,“ segir Lárus. Um leið segir hann ljóst að efnahagsreikningur bankans myndi ekki vaxa mikið á næstu tveimur fjórðungum, en líkt og hinir íslensku bankarnir býr hann við hátt skuldatryggingarálag. Lárus er hins vegar vongóður um að birti yfir á seinni hluta ársins og kveður mikilvægt að missa ekki sjónar á boltanum í aðstæðum sem þeim sem nú gangi yfir alþjóðlega fjármálamarkaði. Glitnir hefur fjárfest í verkefnum á borð við sjávarútveg á Norðurlöndunum og í Kína og jarðvarmaverkefnum. „Verkefnin til næstu fimm ára eru að halda áfram með það sem við höfum lagt upp með.“ Hagnaður Glitnis nam í fyrra 27,7 milljörðum króna samanborið við 38,2 milljarða króna árið áður. Þar var hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 2,5 milljarðar króna samanborið við 9,3 milljarða 2006. Það jafngildir 73 prósenta samdrætti á milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af kjarnastarfsemi bankans um rúman fimmtung og hafa aldrei verið meiri. Forsvarsmenn bankans segja nokkra þætti öðrum fremur skýra samdráttinn í starfsemi hans. Í fyrsta lagi hafi starfsmönnum bankans fjölgað mjög á síðasta ári. Launakostnaður jókst þannig um 77 prósent milli ára, var 27,9 milljarðar króna í fyrra. Sé tekið tillit til kostnaðar af þessum þáttum sem einvörðungu falla til einu sinni, svokallaðs einskiptiskostnaðar, segja þeir Lárus og Alexander aukninguna mun minni milli ára, en á árinu var skipt um forstjóra bankans þegar Bjarni Ármannsson lét af störfum og Lárus tók við. Þá segja þeir að yfir standi skipulagsbreytingar sem stuðla eiga að aukinni hagkvæmni í rekstri og aðhaldi í kostnaði. Eins segja forsvarsmenn Glitnis aðstæður á fjármálamörkuðum hafa átt sinn þátt í að rýra afkomu bankans, enda fjármögnunarkostnaður vegna skuldatryggingaálags nálægt hæstu hæðum. Bankinn er hins vegar sagður vel varinn gegn skakkaföllum með lausafé upp á sex milljarða evra, eða sem jafngildir um 576 milljörðum króna. Að auki hefur Glitnir tekið sjötíu milljarða gjaldeyrisstöðu til að verja sig gegn lækkun á gengi krónunnar. Lárus segir tekjupósta bankans dreifða og skapi það Glitni ákveðið öryggi. Straumur fjárfestingarbanki skilaði svo hagnaði upp á tæpa 14,9 milljarða króna á árinu 2007 (miðað við gengi evrunnar um áramót), eða 162,9 milljónum evra. Hagnaðurinn er umtalsvert minni en árið áður þegar hann var vel yfir 500 milljónum evra. Arðsemi eigin fjár bankans var 11,3 prósent á árinu. „Ég tel að árið 2007 hafi verið mjög gott hjá Straumi,“ segir engu síður William Fall, forstjóri bankans, en hann kynnti uppgjörið sama dag og Glitnir kynnti sitt. William Fall bendir á að fjölbreytni í tekjum bankans hafi aukist mikið milli ára auk þess sem umsvif bankans hafi aukist. Þóknunartekjur hækkuðu til dæmis um meira en 50 prósent og vaxtatekjur um 60 prósent, þótt gengishagnaður hafi dregist saman. „Þriðji fjórðungur ársins var erfiður og við höfum orðið fyrir áhrifum af erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hins vegar erum við alls ekki í sömu slæmu stöðu og margir aðrir,“ segir Fall og bendir á að Straumur eigi til að mynda enga hagsmuni í undirmálslánum eða skuldabréfavafningum. Hann telur hins vegar að þetta ár geti orðið erfitt. „Ég tel að enn eigi eftir að koma vond tíðindi af fjármálamörkuðum,“ segir hann en bætir um leið við að erfitt sé að spá fyrir um hvaða áhrif slík tíðindi kunni að hafa hér. Í kynningu sinni á uppgjörinu sagði William Fall einnig að fjármálaóróleikinn hefði minni áhrif eftir því sem austar drægi í Evrópu og að Straumur horfði til Finnlands og Tékklands. „En það stendur ekki til að við förum til Rússlands eða Úkraínu. Það eru næg tækifæri fyrirliggjandi á þeim mörkuðum sem við störfum á nú þegar.“ Kaupþing hægir ferðinaSpáir erfiðu ári William Fall, forstjóri Straums, telur að árið 2008 kunni að verða erfitt og telur að ekki séu að fullu komnar fram slæmar fréttir úr fjármálaheiminum. Erfiðara sé um að spá hver áhrif slíkra frétta verði hér. Markaðurinn/GVAHjá Kaupþingi horfa stjórnendur til þess að efla innri vöxt bankans og taka á kostnaðarliðum í rekstri hans. Hagnaður bankans árið 2007 nam 70.020 milljónum króna, heldur yfir samanlögðum hagnaði Glitnis og Landsbankans, líkt og áður segir. Afkoman er hins vegar tæpum 18 prósentum verri en árið áður þegar hagnaður bankans nam 85,3 milljörðum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, er engu síður ánægður með uppgjörið, þrátt fyrir að viðsnúningur á fjármálamörkuðum hafi sett á það mark sitt. Hann segir 23,5 prósenta arðsemi eigin fjár á árinu vel viðunandi. Hann segir vaxtatekjur bankans aldrei hafa verið hærri áður en á fjórða ársfjórðungi 2007. Í kynningu á uppgjörinu í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún sem fram fór síðasta fimmtudag kom fram að Hreiðar Már telji sérstakt fagnaðarefni að innlán sem hlutfall af heildarútlánum til viðskiptavina hafi aukist verulega á árinu. Innlán fóru úr 29,6 prósentum í byrjun árs 2007 í 41,8 prósent við lok árs. Hann segir að haldið verði áfram að auka hlutfall innlána í fjármögnun bankans, svo sem með eflingu og frekara landnámi innlánastarfsemi sem rekin er á netinu undir merkjum Kaupthing Edge. Hreiðar segir að í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum verði áhersla bankans fremur á innri vöxt en stækkun. Engu síður hafi bankinn augun opin gagnvart tækifærum sem upp kunni að koma. Hann segir lausafjárstöðu bankans góða. Daginn áður en uppgjör bankans var kynnt var upplýst um að Kaupþing félli frá yfirtöku á hollenska bankanum NIBC og um leið var blásið af fyrirhugað hlutafjárútboð sem nota átti til að fjármagna þau kaup að hluta. Um var að ræða sameiginlega niðurstöðu J.C. Flowers, seljanda NIBC og Kaupþings, en hollensku eigendurnir hefðu um leið eignast stóran hlut í Kaupþingi. Var staðan metin svo að í stað þess að sameiningin gerði bankanum auðveldara að fjármagna sig á erlendum mörkuðum, væru horfur á að það gagnstæða gerðist. Hreiðar segir þessa niðurstöðu vissulega nokkur vonbrigði fyrir stjórnendur bankans en um leið styrki hún lausafjárstöðu Kaupþings, sem í kjölfarið verði að teljast mjög góð. Bankinn á laust fé til að greiða útistandandi lán í 440 daga án þess að afla fjár á mörkuðum. Þá segir Hreiðar ýmsar leiðir í fjármögnun bankans til skoðunar, án þess þó að fara nánar út í hverjar þær kunni að vera. Í viðtali við Markaðinn staðfesti hann einnig að í gangi væru viðræður við fjárfesta í Katar um aðkomu þeirra að bankanum, en þar lægi ekki fyrir niðurstaða enn. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrir helgi birtu bankarnir fjórir, Landsbanki Íslands, Kaupþing, Glitnir og Straumur banki, allir uppgjör sín. Öll eru uppgjörin lituð af þrengingum þeim sem riðið hafa yfir fjármálamarkaði heimsins á seinni hluta síðasta árs í kjölfar lausafjárþurrðar og óvissuástands tengdu undirmálslánum í Bandaríkjunum og fjárfestingum fjármálafyrirtækja í ógagnsæjum skuldavafningum. Undirmálslánakrísan reyndist heldur dýpri en sérfræðingar greiningardeilda höfðu gert ráð fyrir og afkoma bankanna, í það minnsta á síðasta fjórðungi ársins, heldur undir því sem spáð hafði verið. „Afkoma bankanna á síðasta ári verður að teljast vel viðunandi með hliðsjón af því umróti sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og lækkunum á hlutabréfamörkuðum á seinni hluta ársins,“ segir hins vegar Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í nýlegu viðtali við Fréttablaðið. Fram hjá því verður ekki litið að sameiginlegur hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, auk Straums, nam í fyrra um 152 milljörðum króna og því deginum ljósara að þessar stöndugu fjármálastofnanir eru langt frá því að komast á vonarvöl. Kaupþing vegur vitanlega þyngst í þessum samanburði sem langstærsti bankinn. Hagnaður Kaupþings nemur 46 prósentum heildarhagnaðarins og er meiri en samanlagður hagnaður Glitnis og Landsbankans, sem er upp á 67,6 milljarða króna. Hagnaður til hluthafa Kaupþings vegna síðasta árs nemur 70 milljörðum króna. Forstjóri fjármálaeftirlitsins bendir réttilega á að arðsemi eigin fjár þriggja stærstu bankanna hafi numið næstum fjórðungi á árinu, auk þess sem afkoma af grunnstarfsemi bankanna hafi verið vel viðunandi, jafnvel þótt aðeins sé litið til seinasta fjórðungs ársins. Jafnframt segir hann að eiginfjárstaða bankanna verði að teljast traust auk þess sem hærri innlánshlutföll komi þeim til góða. „Hækkandi kostnaðarhlutföll eru hins vegar neikvæð þróun í afkomutölum síðasta árs,“ segir Jónas og bendir á að þau hafi að jafnaði verið yfir 50 prósentum á nýliðnu ári, heldur meira en árin á undan. Hann segir því bankana þurfa að huga að aðhaldi í kostnaði. Ekki er heldur annað hægt að merkja af nýlegum fundum bankanna vegna kynninga á uppgjörum þeirra en að mat þeirra á stöðunni sé það sama. Þannig lagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, nokkuð mikla áherslu á það í kynningu sinni á uppgjöri bankans að dregið yrði úr kostnaði. Innlánin skipta máliHreiðar Már Sigurðsson Kaupþing er langstærsti banki landsins. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, fór yfir horfur í rekstri hans og lykiltölur síðasta árs í höfuðstöðvum bankans í lok síðustu viku. Markaðurinn/PjeturLandsbanki Íslands reið á vaðið með uppgjör sitt fyrir rúmri viku, mánudaginn 28. janúar, og var heldur fyrr á ferðinni en verið hefur undanfarin ár. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það mat stjórnenda bankans að uppgjör hans yrði að öllum líkindum það áferðarfallegasta af stóru bönkunum, sér í lagi vegna vel heppnaðra aðgerða bankans í að auka vægi innlána í starfseminni og hlut þeirra í fjármögnun starfsemi hans. Því var talið að uppgjörið kynni að verða til þess fallið að álag á skuldatryggingar bankans (svokallað CDS álag á 5 ára skuldabréf) á alþjóðlegum fjármálamörkuðum lækkaði, en álag á skuldabréfaútgáfu bankanna hefur verið í hæstu hæðum. Þannig hefði bankinn getað brotið ísinn í skuldabréfaútgáfu og rutt brautina fyrir hina bankana. Aðstæður á fjármálamörkuðum höfðu hins vegar ekki batnað nægilega til þess að þessi atburðarás gæti gengið eftir. Staða bankans þykir engu síður góð núna í byrjun árs, enda bókfærast nú í byrjun árs þóknanatekjur vegna yfirtöku Marel Food Systems á Stork Food Systems og eins vegna ráðgjafar við kaup Nordic Partners á tékkneska matvælafyrirtækinu Hamé. Eftir skatta nemur hagnaður Landsbankans 39,9 milljörðum króna fyrir árið 2007. Grunntekjur samstæðunnar jukust um 34 prósent frá fyrra ári, námu 93,4 milljörðum króna. Þynntur hagnaður á hlut var 3,29 krónur fyrir árið 2007, 5,5 prósentum minni en á fyrra ári þegar hann var 3,48 krónur á hlut. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja afkomu bankans góða og stöðu hans sterka, sem gefi bankanum svigrúm til að bíða af sér erfiðar markaðsaðstæður. Ljóst megi vera að við þær aðstæður sem nú séu á fjármálamörkuðum verði frekari vöxtur ekki fjármagnaður. Um áramót nam lausafjárstaða bankans rétt tæplega níu milljörðum evra, eða um 864 milljörðum króna. „Afkoman er mjög í takt við það sem við væntum í upphafi ársins,“ segir Sigurjón og bendir á að undirliggjandi tekjur bankans hafi aukist um 28,8 milljarða króna milli ára. „Kostnaður jókst svo reyndar um 19 milljarða og svo koma til afskriftir upp á einn milljarð, þannig að undirliggjandi hagnaður jókst um rúma níu milljarða,“ segir hann, en heildartekjur bankans á árinu námu rúmum 110 milljörðum króna, jukust um rúma 20 milljarða frá fyrra ári. „Sú aukning ein og sér er jafnmikil öllum tekjum bankans árið 2003,“ bendir hann glaðhlakkalega á og kveður bankann í raun fá toppeinkunn á öllum sviðum. Eina vandamálið segir Sigurjón vera kjör á langtímafjármagni, en þar hafi bankinn ráðrúm til að halda að sér höndum enn um sinn. Hann segir þó ráð fyrir því gert að hefja á seinni hluta þessa árs skuldabréfaútgáfu vegna fjármögnunar ársins 2009. Að sama skapi segir Halldór J. Kristjánsson að í uppgjörinu komi skýrt fram árangur margþættra aðgerða sem gripið hafi verið til á undanförnum misserum. „Dregið hefur verið úr markaðsáhættu, útlánasafn bankans er vel áhættudreift og fjármögnunarhlið bankans sterk,“ segir hann og bendir á að innlán nemi um þremur fjórðu hlutum af heildarútlánum til viðskiptavina. „Bankinn er með tæplega 150 þúsund viðskiptavini sem valið hafa IceSave innlánsform okkar í Bretlandi,“ segir hann, en þar hefur bankinn bætt við fjölbreyttari reikningsformum þannig að um fjögur prósent innistæðnanna eru nú bundin til lengri tíma. Hann bendir á að gengið hafi verið frá 400 milljóna Bandaríkjadala víkjandi láni til bankans á síðasta fjórðungi ársins þar með hafi eiginfjárstaða hans verið styrkt enn frekar. „Eiginfjárstaða og lausafjárhlutfall bankans er nú með því besta sem gerist í Norður-Evrópu.“ Aukinn launakostnaður GlitnisFyrsta ársuppgjörið kynnt Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, kynnti sitt fyrsta ársuppgjör á Hilton hótel Nordica á þriðjudaginn í síðustu viku. Markaðurinn/VilhelmÁ kynningu Lárusar Welding, forstjóra Glitnis og Alexanders K. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans, á afkomu Glitnis á þriðjudaginn fyrir viku benti forstjórinn á að bankinn stæði að hluta fyrir utan þá óróleika sem plagað hafi fjármálamarkaði. „Stór hluti efnahagsreikningsins er í Noregi og meirihluti tekna okkar er á svæðum sem eru einangruð frá þeim öflum sem hafa hrjáð markaði upp á síðkastið,“ segir Lárus. Um leið segir hann ljóst að efnahagsreikningur bankans myndi ekki vaxa mikið á næstu tveimur fjórðungum, en líkt og hinir íslensku bankarnir býr hann við hátt skuldatryggingarálag. Lárus er hins vegar vongóður um að birti yfir á seinni hluta ársins og kveður mikilvægt að missa ekki sjónar á boltanum í aðstæðum sem þeim sem nú gangi yfir alþjóðlega fjármálamarkaði. Glitnir hefur fjárfest í verkefnum á borð við sjávarútveg á Norðurlöndunum og í Kína og jarðvarmaverkefnum. „Verkefnin til næstu fimm ára eru að halda áfram með það sem við höfum lagt upp með.“ Hagnaður Glitnis nam í fyrra 27,7 milljörðum króna samanborið við 38,2 milljarða króna árið áður. Þar var hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 2,5 milljarðar króna samanborið við 9,3 milljarða 2006. Það jafngildir 73 prósenta samdrætti á milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af kjarnastarfsemi bankans um rúman fimmtung og hafa aldrei verið meiri. Forsvarsmenn bankans segja nokkra þætti öðrum fremur skýra samdráttinn í starfsemi hans. Í fyrsta lagi hafi starfsmönnum bankans fjölgað mjög á síðasta ári. Launakostnaður jókst þannig um 77 prósent milli ára, var 27,9 milljarðar króna í fyrra. Sé tekið tillit til kostnaðar af þessum þáttum sem einvörðungu falla til einu sinni, svokallaðs einskiptiskostnaðar, segja þeir Lárus og Alexander aukninguna mun minni milli ára, en á árinu var skipt um forstjóra bankans þegar Bjarni Ármannsson lét af störfum og Lárus tók við. Þá segja þeir að yfir standi skipulagsbreytingar sem stuðla eiga að aukinni hagkvæmni í rekstri og aðhaldi í kostnaði. Eins segja forsvarsmenn Glitnis aðstæður á fjármálamörkuðum hafa átt sinn þátt í að rýra afkomu bankans, enda fjármögnunarkostnaður vegna skuldatryggingaálags nálægt hæstu hæðum. Bankinn er hins vegar sagður vel varinn gegn skakkaföllum með lausafé upp á sex milljarða evra, eða sem jafngildir um 576 milljörðum króna. Að auki hefur Glitnir tekið sjötíu milljarða gjaldeyrisstöðu til að verja sig gegn lækkun á gengi krónunnar. Lárus segir tekjupósta bankans dreifða og skapi það Glitni ákveðið öryggi. Straumur fjárfestingarbanki skilaði svo hagnaði upp á tæpa 14,9 milljarða króna á árinu 2007 (miðað við gengi evrunnar um áramót), eða 162,9 milljónum evra. Hagnaðurinn er umtalsvert minni en árið áður þegar hann var vel yfir 500 milljónum evra. Arðsemi eigin fjár bankans var 11,3 prósent á árinu. „Ég tel að árið 2007 hafi verið mjög gott hjá Straumi,“ segir engu síður William Fall, forstjóri bankans, en hann kynnti uppgjörið sama dag og Glitnir kynnti sitt. William Fall bendir á að fjölbreytni í tekjum bankans hafi aukist mikið milli ára auk þess sem umsvif bankans hafi aukist. Þóknunartekjur hækkuðu til dæmis um meira en 50 prósent og vaxtatekjur um 60 prósent, þótt gengishagnaður hafi dregist saman. „Þriðji fjórðungur ársins var erfiður og við höfum orðið fyrir áhrifum af erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hins vegar erum við alls ekki í sömu slæmu stöðu og margir aðrir,“ segir Fall og bendir á að Straumur eigi til að mynda enga hagsmuni í undirmálslánum eða skuldabréfavafningum. Hann telur hins vegar að þetta ár geti orðið erfitt. „Ég tel að enn eigi eftir að koma vond tíðindi af fjármálamörkuðum,“ segir hann en bætir um leið við að erfitt sé að spá fyrir um hvaða áhrif slík tíðindi kunni að hafa hér. Í kynningu sinni á uppgjörinu sagði William Fall einnig að fjármálaóróleikinn hefði minni áhrif eftir því sem austar drægi í Evrópu og að Straumur horfði til Finnlands og Tékklands. „En það stendur ekki til að við förum til Rússlands eða Úkraínu. Það eru næg tækifæri fyrirliggjandi á þeim mörkuðum sem við störfum á nú þegar.“ Kaupþing hægir ferðinaSpáir erfiðu ári William Fall, forstjóri Straums, telur að árið 2008 kunni að verða erfitt og telur að ekki séu að fullu komnar fram slæmar fréttir úr fjármálaheiminum. Erfiðara sé um að spá hver áhrif slíkra frétta verði hér. Markaðurinn/GVAHjá Kaupþingi horfa stjórnendur til þess að efla innri vöxt bankans og taka á kostnaðarliðum í rekstri hans. Hagnaður bankans árið 2007 nam 70.020 milljónum króna, heldur yfir samanlögðum hagnaði Glitnis og Landsbankans, líkt og áður segir. Afkoman er hins vegar tæpum 18 prósentum verri en árið áður þegar hagnaður bankans nam 85,3 milljörðum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, er engu síður ánægður með uppgjörið, þrátt fyrir að viðsnúningur á fjármálamörkuðum hafi sett á það mark sitt. Hann segir 23,5 prósenta arðsemi eigin fjár á árinu vel viðunandi. Hann segir vaxtatekjur bankans aldrei hafa verið hærri áður en á fjórða ársfjórðungi 2007. Í kynningu á uppgjörinu í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún sem fram fór síðasta fimmtudag kom fram að Hreiðar Már telji sérstakt fagnaðarefni að innlán sem hlutfall af heildarútlánum til viðskiptavina hafi aukist verulega á árinu. Innlán fóru úr 29,6 prósentum í byrjun árs 2007 í 41,8 prósent við lok árs. Hann segir að haldið verði áfram að auka hlutfall innlána í fjármögnun bankans, svo sem með eflingu og frekara landnámi innlánastarfsemi sem rekin er á netinu undir merkjum Kaupthing Edge. Hreiðar segir að í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum verði áhersla bankans fremur á innri vöxt en stækkun. Engu síður hafi bankinn augun opin gagnvart tækifærum sem upp kunni að koma. Hann segir lausafjárstöðu bankans góða. Daginn áður en uppgjör bankans var kynnt var upplýst um að Kaupþing félli frá yfirtöku á hollenska bankanum NIBC og um leið var blásið af fyrirhugað hlutafjárútboð sem nota átti til að fjármagna þau kaup að hluta. Um var að ræða sameiginlega niðurstöðu J.C. Flowers, seljanda NIBC og Kaupþings, en hollensku eigendurnir hefðu um leið eignast stóran hlut í Kaupþingi. Var staðan metin svo að í stað þess að sameiningin gerði bankanum auðveldara að fjármagna sig á erlendum mörkuðum, væru horfur á að það gagnstæða gerðist. Hreiðar segir þessa niðurstöðu vissulega nokkur vonbrigði fyrir stjórnendur bankans en um leið styrki hún lausafjárstöðu Kaupþings, sem í kjölfarið verði að teljast mjög góð. Bankinn á laust fé til að greiða útistandandi lán í 440 daga án þess að afla fjár á mörkuðum. Þá segir Hreiðar ýmsar leiðir í fjármögnun bankans til skoðunar, án þess þó að fara nánar út í hverjar þær kunni að vera. Í viðtali við Markaðinn staðfesti hann einnig að í gangi væru viðræður við fjárfesta í Katar um aðkomu þeirra að bankanum, en þar lægi ekki fyrir niðurstaða enn.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira