Viðskipti innlent

Geir Haarde í lok dags: Aðgerða er að vænta

Geir H. Haarde forsætisráðherra var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi. Fór Sindri yfir víðan völl með ráðherranum sem hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið. Geir sagði meðal annars að aðgerða í efnahagsmálum væri að vænta og erlendu lánin sem búið er að boða yrðu tekin í nokkrum skrefum. Hann gat hinsvegar ekki sagt hvenær það yrði.

Geir sagði ýmislegt í gangi þegar Sindri spurði hvort ekki væri rétt að lækka t.d tolla á kjúkling og svínakjöt og álögur á olíu. Geir sagði allar tillögur vel þegnar og nefndi að kannski væri verið að vinna í einhverju af þessu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með þessari frétt.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×