Viðskipti innlent

Icebank tekur aftur upp gamla nafnið

Icebank heur ákveðið að taka upp nafnið Sparisjóðabanki Íslands en það nafn bar bankinn áður. Þetta var ákveðið á hluthafafundi í dag.

Nýja stjórn bankans skipa Geirmundur Kristinsson, Reykjanesbæ, sem verður formaður stjórnar og Steinþór Jónsson, Reykjanesbæ, varaformaður.

Aðrir í stjórn eru Óskar Ólafur Elísson Vestmannaeyjum, Ásgeir Sólbergsson Bolungarvík og Bernhard Þór Bernhardsson Borgarnesi.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×