Viðskipti innlent

Peningamarkaðssjóðir leystir upp - Lagt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga

Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða að grípa til aðgerða sem leiða til þess að peningamarkaðssjóðum félaganna verði slitið. Allt laust fé mun verða greitt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í hlutfalli við eing þeirra. Þá er því beint til bankanna að mánaðarlega verði greitt inn á viðkomandi innlánsreikninga eftir því sem aðrar eignir sjóðsins fást greiddar, uns engar eignir eru eftir í eignasafni sjóðanna.

„Þeim tilmælum er beint til rekstrarfélaganna að ekki verði opnað fyrir innlausnir í sjóðunum, heldur að sjóðsfélagar fái greitt úr þeim," segir í frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. „Í því felst að allt laust fé hvers peningamarkaðssjóðs verði greitt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra og jafnræði þeirra verði haft að leiðarljósi."

Þá segir að í tilmælunum sé einnig lagt til að greitt verði mánaðarlega inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga „í samræmi við hlutfallslega eign þeirra eftir því sem aðrar eignir sjóðsins fást greiddar, uns engar eignir eru eftir í eignasafni sjóðanna."

Ríkisstjórnin hefur áður lýst því yfir að hefðbundnar innistæður í bönkunum verði tryggðar að fullu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×