Viðskipti innlent

Afskráning Eimskips ekki upp á borðinu í augnablikinu

Sindri Sindrason stjórnarformaður Eimskips segir að afskráning félagsins úr kauphöllinni sé ekki upp á borðinu í augnablikinu.

Greining Kaupþings fjallaði um málefni Eimskips í Hálf fimm fréttum sínum í gær og sagði þá m.a. að það myndi ekki koma þeim á óvart ef Eimskip yrði afskráð á næstunni. Slíkt myndi auðvelda þær breytingar sem framundan eru hjá félaginu.

Sindri Sindrason segir það staðreynd að félagið þurfi að fara í gegnum flóknar og umfangsmiklar breytingar á næstunni og sú vinna yrði mun auðveldari ef félagið væri utan kauphallarinnar en innan hennar.

"Í kauphöllinni ríkir öflug upplýsingaskylda og vegna hennar yrði auðveldara fyrir okkur að framkvæma nauðsynlegar breytingar ef við værum búnir að afskrá félagið," segir Sindri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×