Viðskipti erlent

Kauphallarviðskipti aftur í gang á morgun í Rússlandi

Kauphallarviðskipti munu fara aftur í gang í Rússlandi á morgun en þau munu að stórum hluta liggja niðri í dag. Tveimur helstu kauphöllum landsins var lokað í gær sökum þess að fjármálamarkaðurinn þar hrundi.

Rússnesk stjórnvöld glíma nú við verstu fjármálakreppu í landinu síðan árið 1998. Af þeim sökum mun rússneska ríkisstjórnin pumpa rúmlega 19.000 milljörðum kr. inn á markaðinn í dag og á morgun en Medvedev forseti landsins lagði fram neyðaráætlun til að bregðast við kreppunni seint í gær.

Þá tilkynnti Alexei Kudrin fjármálaráðherra Rússlands að fyrir utan fyrrgreinda innspýtingu myndi Íbúðalánasjóður landsins fá hátt í 6.000 milljarða kr. aukafjárveitingu og að þrír stærstu bankar landsins myndu lána fjárfestum þar í landi álíka háa upphæð.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×