Viðskipti innlent

Möguleiki á að Magasin du Nord og Illum verði selt

Greint er frá viðtali Börsen við Gunnar Sigurðsson forstjóra Baugs Group á öllum viðskiptasíðum dönsku blaðanna í dag. Í Berlinske Tidende er ennfremur sagt að Baugur hafi opnað fyrir þann möguleika að selja Magasin du Nord og Illum, tvær þekktustu eignir félagsins í Kaupmannahöfn.

Blaðið hefur eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að þótt félagið sé ánægt með að hafa þessar eigur í eignasafni sínu sé ekki öruggt að það muni halda þeim í framtíðinni. Jón Ásgeir bætir því að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um sölu og enn sé mikil vinna fyrir hendi að bæta reksturinn á báðum stöðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×