Viðskipti innlent

Fimm milljarða gengistap Bakkavarar vegna Greencore

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, fosvarsmenn Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, fosvarsmenn Bakkavarar.

Bakkavör Group horfir nú fram á fimm milljarða gengistap af bréfum sínum í írska félaginu Greencore Group á öðrum ársfjórðungi. Bréfin í félaginu hafa fallið um 48% frá 1. apríl og alls um 60% frá áramótum.

Bakkavör færði 15,8 milljóna punda gengistap á Greencore Group til bókar á fyrsta ársfjórðungi ( og tilkynnti þá jafnframt um skiptasamning sem gerður hafði verið á milli félaganna. Sá samningur fól í sér að Bakkavör tekur á sig fjárhagslegan ábata eða tap af 10,9% hlut í Greencore en á ekki bréfin. Miðað við gengi dagsins í dag er hlutur Bakkavarar í Greencore metin á 5,3 milljarða. Í byrjun apríl var hluturinn metinn á 10,3 milljarða.

Ásdís Pétursdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Bakkavarar, sagði í samtali við Bakkavör að hún vísaði í tilkynningu félagsins frá 28. apríl síðastliðnum þar sem skiptasamningurinn var tilkynntur og hún hefði engu við hana að bæta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×