Viðskipti innlent

Bílverð, matur og drykkjarvara skekktu verðbólguspá

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að munurinn á verðbólguspá greiningarinnar og niðurstöðu Hagstofunnar upp á 12,7% liggi helst í að verð á bílum lækkaði en greiningin gerði ráð fyrir hækkun. Spá Landsbankans var 13% verðbólga.

"Verðbólgan reynist minni en við áttum von á og þar vegur verðþróun á bílum þungt auk þess að matur og drykkjarvara hækkuðu minna en við gerðum ráð fyrir," segir Edda Rós.

Fram kemur í máli Eddu að minnkandi eftirspurn eftir bílum hafi þau áhrif að verðið hækkar ekki heldur lækkar. "Það er ein af forsendum þess að verðbólgan náist niður að eftirspurn minnki og þar með dragi úr verðhækkunum," segir Edda Rós.

Hvað bíla og ökutæki varðar gerði greining Landsbankans ráð fyrir 1,4% hækkun en í reynd varð um 1% lækkun að ræða.

Og hvað mat og drykkjarvörur varðar var hækkun þeirra 0,6% en greiningin hafði gert ráð fyrir 1% hækkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×