Erlent

Þrír stjórnarandstöðuþingmenn handteknir í Simbabve

Mynd/AP

Stjórnarandstöðuflokkurinn MDC segir að þrír þingmenn þeirra hafi verið handteknir í þinginu í dag fyrir það sem flokkurinn kallaði „uppspunnar ákærur um pólítískt ofbeldi". Flokkurinn telur hið stöðuga áreiti í sinn garð af hendi lögreglunnar vera beina móðgun við vilja fólksins í landinu.

Þingmaður MDC var kosinn forseti þingsins í gær í óþökk Roberts Mugabe forseta landsins og stjórnmálaflokks hans Zanu-PF en þingið kom aftur saman í gær eftir hlé. Áður hafði MDC lýst yfir andstöðu sinni gegn því að þingið kæmi saman á ný og talið það merki um að forsetinn vildi eigi halda áfram viðræðum sínum við Tsvangirai, leiðtoga MDC um stjórnarsamstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×