Viðskipti innlent

Askja og Kia flytja á Krókháls

Húsnæðið sem bílaumboðin flytja í.
Húsnæðið sem bílaumboðin flytja í.
Bílaumboðin Askja og Kia á Íslandi munu á næstu vikum flytja starfsemi sína að Krókhálsi 11 í nýtt og rúmgott húsnæði þar sem Ræsir hefur verið til húsa. Gengið var frá samningum þess efnis síðdegis í gær.

„Bílaumboðið Askja sem tók við umboði Mercedes-Benz á Íslandi árið 2005 hefur verið með starfsemi sína á Laugavegi og i Skútahrauni í Hafnarfirði. Undanfarin ár hefur Askja verið eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi og eru starfsmenn Öskju í dag um 40 talsins. Kia á Íslandi, sem undanfarin ár hefur verið með sölu- og þjónustustarfsemi sína á Laugavegi, mun flytja með Öskju að Krókhálsi," segir í fréttatilkynningu frá bílaumboðunum.

Bílaumboðið Askja er systurfélag Heklu hf. en Kia á Íslandi er dótturfélag Heklu. Félögin þrjú munu áfram nýta sameiginlega bakvinnslu félaganna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×