Viðskipti innlent

Ellefu félög hækkuðu í dag

Ellefu félög hækkuðu í Kauphöll Íslands í dag. Century Aluminum Company hækkaði mest eða um 6,62% og er það eina félagið sem hefur hækkað frá áramótum, eða um 34,63%. FL Group hækkaði einnig um 1,21%.

Spron hækkaði um 1,04% og Kaupþing banki um ,082%. En það voru fimm félög sem lækkuðu og lækkaði Teymi mest eða um 0,75%. Eimskip lækkaði um 0,69% og Eik Banki um 0,68%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,54% í dag og endaði í tæpum 5.052 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×