Viðskipti innlent

Mest fær eðlilegan frest til að greiða laun

,,Ef að launin verða ekki greidd um mánaðarmótin gefum við fyrirtækinu eðlilegan frest til að standa skil á vangoldnum greiðslum. Ef ekkert gerist hætta starfsmennirnir á ákveðnum tíma og gera kröfu til bóta um laun sín," segir Elís G. Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR, en óvissa ríkir hvort að starfsmenn byggingarfyrirtækisins Mest ehf. fái greidd laun um næstu mánaðarmót.

Töluverður uggur er meðal starfsmanna fyrirtækisins eftir að Glitnir tók yfir hluta rekstursins á mánudaginn sem snýr að rekstri steypustöðva og helluframleiðslu. Fyrirtækið hefur átt í fjárhagserfiðleikum á þessu ári og þurft að segja upp tugum starfsmanna. Boðað var til starfsmannafundar í fyrradag með fulltrúum frá kjarasviði VR.

Elías segir starfsfólk Mest vera í óvissu um hvað gerist um mánaðarmótin. Hann bendir á að ekki sé búið að segja neinum upp og hingað til hafi fyrirtækið staðið skil á öllum launagreiðslum. ,,Það fer eftir stöðu fyrirtækisins þegar hugsanleg vanskil koma upp og hvort fara verður styttri eða lengri ferð eins og málaferli til að fá launin greidd," segir Elías.


Tengdar fréttir

Glitnir eignast MEST

Glitnir er eigandi að Steypustöðinni Mest ehf., sem hefur tekið yfir rekstur steypustöðva og helluframleiðslu MEST ehf. í Hafnafirði, Reykjavík og á Selfossi. Þá mun hið nýstofnaða félag einnig taka yfir verslun með múrvörur MEST ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×