Ólafur jós svívirðingum yfir Vilhjálm á borgarstjórnarfundi Andri Ólafsson skrifar 2. september 2008 14:33 Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri jós svívirðingum yfir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forseta borgarstjórnar úr ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Til umræðu var tillaga Ólafs um að gengið yrði til kosninga um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Ólafur sagði Vilhjálm í hjarta sínu vera þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. "En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stendur yfirleitt ekki við orð sín. Hann nánast grátbað mig um að koma í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og gaf mér drengskaparheit sitt fyrir því að það samstarf yrði ekki rofið. Það er ekkert að marka orð þín borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða dúsu þú færð fyrir svik þín við mig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur tekið hagsmuni og völd fram yfir eigin sannfæringu...Hann hefur verið niðurlægður af samherjum sínum," sagði Ólafur á meðal annars í ræðu sinni. Vilhjálmur steig skömmu síðar sjálfur upp í pontu og svaraði fyrir sig. "Það er hreint ótrúlegt að hlusta á Ólaf hreyta fúkyrðum í minn garð. Ummæli hans dæma sig sjálf og ætla ég ekki að hreyta í hann fúkyrðum á móti. Við höfum ekki verið sammála um allt en tal um svik og brigls er út í hött. Það er ekki sæmandi fyrrverandi borgarstjóra að tala með þessum hætti," var á meðal þess sem Vilhjálmur sagði í svari sínu. Hvað tillögu Ólafs varðar þá lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir til að henni yrði vísað frá. Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs F. Magnússonar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri jós svívirðingum yfir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forseta borgarstjórnar úr ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Til umræðu var tillaga Ólafs um að gengið yrði til kosninga um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Ólafur sagði Vilhjálm í hjarta sínu vera þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. "En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stendur yfirleitt ekki við orð sín. Hann nánast grátbað mig um að koma í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og gaf mér drengskaparheit sitt fyrir því að það samstarf yrði ekki rofið. Það er ekkert að marka orð þín borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða dúsu þú færð fyrir svik þín við mig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur tekið hagsmuni og völd fram yfir eigin sannfæringu...Hann hefur verið niðurlægður af samherjum sínum," sagði Ólafur á meðal annars í ræðu sinni. Vilhjálmur steig skömmu síðar sjálfur upp í pontu og svaraði fyrir sig. "Það er hreint ótrúlegt að hlusta á Ólaf hreyta fúkyrðum í minn garð. Ummæli hans dæma sig sjálf og ætla ég ekki að hreyta í hann fúkyrðum á móti. Við höfum ekki verið sammála um allt en tal um svik og brigls er út í hött. Það er ekki sæmandi fyrrverandi borgarstjóra að tala með þessum hætti," var á meðal þess sem Vilhjálmur sagði í svari sínu. Hvað tillögu Ólafs varðar þá lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir til að henni yrði vísað frá. Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs F. Magnússonar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira