Viðskipti erlent

Tjón af völdum Gustav gæti numið 800 milljörðum kr.

Þrátt fyrir að tjónið af völdum fellibylsins Gustav hafi orðið mun minna en menn áttu von á er hann samt fjórði kostnaðarsamasti fellibylur sögunnar. Talið er að tjón af hans völdum gæti numið tæplega 800 milljörðum kr.

Það er áhættugreiningarfélagið Risk Management Solutions sem segir að það meti tjónið af Gustav upp á um 10 milljarða dollara eða um 800 milljörða kr. Af þessari upphæð er tjónið á landi um 3-7 milljarðar dollara og tjónið á olíuborpöllum á Mexíkóflóa um 1-3 milljarðar dollara.

Mesta tjón af völdum fellibyls í sögunni var þegar Katrina lagði New Orleans nær í rúst í fyrra. Þá var tjónið talið nema rúmlega 41 milljörðum kr. eða sem svarar til 3.200 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×