Viðskipti innlent

Icelandic Group niður um rúm 8%

Finnbogi Baldvinsson forstjóri Icelandic Group.
Finnbogi Baldvinsson forstjóri Icelandic Group.

Icelandic Group hf. hefur lækkað mest allra félaga í Kauphöllinni það sem af er degi. Félagið hefur lækkað um 8,21% í dag og stendur gengi félagsins nú í 2,57. Atlantic Petroleum hefur hinsvegar hækkað mest allra félaga.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 11,11% það sem af er degi og Straumur Burðarás um 4,42%. Spron hefur hækkað um 3,66% og Exista um 3,25%.

Kaupþing hefur hækkað um 3,17% og FL Group um 3%.

Century Aluminum hefur lækkað um 1,18% og Færeyski bankinn um 0,99%.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað í dag um 2,94% og stendur nú í tæpum 5.170 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×