Þetta er undir okkur sjálfum komiið 11. apríl 2008 16:12 ÍR hefur verið á bullandi siglingu í úrslitakeppninni Mynd/Daniel Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Sveinbjörn var stigahæstur hjá ÍR í öðrum leiknum í Seljaskóla og skoraði 19 stig og misnotaði aðeins eitt skot. Hann var ekki eini ÍR-ingurinn sem spilaði vel það kvöldið, enda hefur spútnikliðið úr Breiðholti líklega komið öllum nema sjálfu sér á óvart í úrslitakeppninni. En hvernig tilhugsun skyldi það vera fyrir ÍR að þurfa að fara til Keflavíkur í kvöld með það fyrir augum að slá særða heimamenn úr leik 3-0? Vísir hafði samband við Sveinbjörn og spurði hann út í leik kvöldsins. "Það er búið að vera ofboðslega gaman af þessu og allir þekkja sitt hlutverk í ÍR liðinu. Það er allt að ganga upp hjá okkur núna og við erum að toppa á réttum tíma. Jón þjálfari hefur verið að predika yfir okkur að reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og ég held að þar kannski megi finna muninn á liðunum í þessu einvígi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir Keflvíkinga, en við höfum allir ofboðslega gaman af þessu og við stefnum enn lengra, því annars væri maður ekki í þessu," sagði Sveinbjörn. Margir vilja meina að lið Keflavíkur hafi ekki verið að leika vel í einvíginu og að ÍR sé á sama tíma að spila yfir getu og koma á óvart. Sveinbjörn er ekki alveg sammála þessu. "Við erum kannski að koma öllum á óvart, en þetta kemur okkur í liðinu ekkert sérstaklega á óvart. Við byrjuðum tímabilið illa og vorum í basli með meiðsli og leikmenn og nú erum við bara að koma upp á réttum tíma. Við eigum meira inni og getum farið alla leið, en það er alveg undir okkur sjálfum komið. Ef við mætum til leiks í kvöld eins og við höfum gert, erum við í fínum málum." "Ég hef lesið um það á netinu og á spjallsíðum að það séu vandamál í liði Keflavíkur og að mórallinn sé ekki nógu góður hjá þeim, en við skulum ekki gleyma því að enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það á það til að gleymast. Við höfum verið að spila fína vörn í báðum leikjunum og erum að halda aftur af þessu sterka sóknarliði, svo þetta er allt í okkar höndum," sagði Sveinbjörn. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19:15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Sveinbjörn var stigahæstur hjá ÍR í öðrum leiknum í Seljaskóla og skoraði 19 stig og misnotaði aðeins eitt skot. Hann var ekki eini ÍR-ingurinn sem spilaði vel það kvöldið, enda hefur spútnikliðið úr Breiðholti líklega komið öllum nema sjálfu sér á óvart í úrslitakeppninni. En hvernig tilhugsun skyldi það vera fyrir ÍR að þurfa að fara til Keflavíkur í kvöld með það fyrir augum að slá særða heimamenn úr leik 3-0? Vísir hafði samband við Sveinbjörn og spurði hann út í leik kvöldsins. "Það er búið að vera ofboðslega gaman af þessu og allir þekkja sitt hlutverk í ÍR liðinu. Það er allt að ganga upp hjá okkur núna og við erum að toppa á réttum tíma. Jón þjálfari hefur verið að predika yfir okkur að reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og ég held að þar kannski megi finna muninn á liðunum í þessu einvígi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir Keflvíkinga, en við höfum allir ofboðslega gaman af þessu og við stefnum enn lengra, því annars væri maður ekki í þessu," sagði Sveinbjörn. Margir vilja meina að lið Keflavíkur hafi ekki verið að leika vel í einvíginu og að ÍR sé á sama tíma að spila yfir getu og koma á óvart. Sveinbjörn er ekki alveg sammála þessu. "Við erum kannski að koma öllum á óvart, en þetta kemur okkur í liðinu ekkert sérstaklega á óvart. Við byrjuðum tímabilið illa og vorum í basli með meiðsli og leikmenn og nú erum við bara að koma upp á réttum tíma. Við eigum meira inni og getum farið alla leið, en það er alveg undir okkur sjálfum komið. Ef við mætum til leiks í kvöld eins og við höfum gert, erum við í fínum málum." "Ég hef lesið um það á netinu og á spjallsíðum að það séu vandamál í liði Keflavíkur og að mórallinn sé ekki nógu góður hjá þeim, en við skulum ekki gleyma því að enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það á það til að gleymast. Við höfum verið að spila fína vörn í báðum leikjunum og erum að halda aftur af þessu sterka sóknarliði, svo þetta er allt í okkar höndum," sagði Sveinbjörn. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19:15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira