Viðskipti innlent

Tap SPRON nam 3 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðung

Tap SPRON eftir skatta nam 3,1 milljarði kr. á þriðja ársfjórðungi en allar skráðar eignir eru færðar á markaðsvirði. Áframhaldandi neikvæð þróun á hlutabréfamarkaði á þriðja ársfjórðungi olli gengistapi sem nam 3.465 milljónum króna.

Eigið fé SPRON nam 10,4 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eiginfjárhlutfall SPRON var 10,1% en lögboðið lágmark er 8%.

"Afkoman fyrir ársfjórðunginn endurspeglar stöðuna fyrir hrun viðskiptabankanna þriggja og var tap bankans á ársfjórðunginum 3 milljarðar og eiginfjárhlutfallið rúmlega 10% sem er viðunandi miðað við erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum.," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON í tilkynningu um uppgjörið.

„Fall bankanna og afleiðingar þess eru ekki enn að fullu komnar fram og munu snerta öll fyrirtæki og heimili í landinu. SPRON hefur ekki farið varhluta af því en aðstæður gera það að verkum að erfitt er að meta verðmæti eigna og aðrar stærðir af fullri nákvæmni. Við höfum hins vegar gripið til aðgerða til að styrkja stöðu SPRON með langtímahagsmuni bankans að leiðarljósi og að því ferli koma allir helstu hagsmunaðilar. Niðurstöður þeirra aðgerða er að vænta innan skamms."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×