Viðskipti innlent

Jón Axel Ólafsson ráðinn yfirmaður markaðs- og þróunarsviðs Árvakurs

Jón Axel Ólafsson.
Jón Axel Ólafsson.

Jón Axel Ólafsson hefur verið ráðinn markaðs- og þróunarstjóri Árvakurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árvakri. Auk hefðbundinna verkefna á sviði markaðsmála fyrir fjölmiðla félagsins, Morgunblaðið, 24 stundir og mbl.is, mun Jón leiða þróun nýrra viðskiptatækifæra á sviði útgáfu og fjölmiðlunar.

Jón Axel hefur unnið sem ráðgjafi fyrir Árvakur síðan vorið 2007 en hann er viðskipta- og rekstrarhagfræðingur og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað við fjölmiðla síðan 1983 og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á dagskrárgerð, markaðssetningu og stjórnun.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×