Viðskipti erlent

Frumvarp í smíðum um skatta af olíuleit og vinnslu

Á vegum fjármálaráðuneytisins er unnið að gerð lagafrumvarps um skattlagningu olíuleitar og olíuvinnslu innan íslenskrar efnahagslögsögu.

Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á komandi haustþingi Alþingis en í janúar 2009 er stefnt að því að bjóða út leyfi til leitar, rannsóknar og vinnslu á olíu og gasi á svkölluðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg.

Fjallað er um málið á vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar segir að á ríkisstjórnarfundi í júlí sl. var samþykkt tillaga fjármálaráðherra í þá veru að frumvarp til löggjafar um skattlagningu á þessu sviði verði grundvallað í fyrsta lagi á almennum fyrirtækjaskatti, í öðru lagi á stighækkandi framleiðslugjaldi og í þriðja lagi á stighækkandi kolvetnisskatti sem komi í stað framleiðslugjalds þegar tekjur af framleiðslunni eru orðnar hærri en rekstrarkostnaður.

Er það talið skynsamlegasta nálgunin þegar tekið er tillit til hvernig skattlagningu á þessu sviði er háttað í nágrannalöndum okkar og aðstæðum á Drekasvæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×