Viðskipti innlent

Samson fer fram á gjaldþrotaskipti

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

4. nóvember var Samson synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun í héraðsdómi Reykjavíkur. Þýski bankinn Commerzbank fór fram á synjunina.

Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, sagði Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga í samtali við Vísi fyrr í vikunni.

Í dóminum sagði að Samson hafi krafist áframhaldandi greiðslustöðvunnar þar sem mikil óvissa ríkir um verðmæti rúmlega 40% eignarhlutar í Landsbankanum hf. Því hafi ríkt mikil óvissa um raunverulega stöðu Samson þar til virði eignarhlutarins væri kominn á hreint.

Rök Commerzbank gegn áframhaldandi greiðslustðvun voru meðal annars þau að Samson sé sýnilega orðið skylt að krefjast gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum.






Tengdar fréttir

Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota

Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×