Viðskipti innlent

Kröfuhafar í þrotabú Kaupþings telja að 6,6% fáist út búinu

Niðurstaðan úr uppboðinu á skuldatryggingum Kaupþings í gærdag er að kröfuhafar í þrotabú bankans reikna með því að fá 6,6% af kröfum sínum í búið.

Á uppboðinu kom fram að þeir sem seldu skuldatryggingar á skuldabréf Kaupþings þurfa að borga kaupendum þeirra trygginga 93,4% af nafnverði skuldarinnar.

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á visir.is af samskonar uppboðum hjá hinum íslensku bönkunum tveimur fyrr í vikunni telja kröfuhafar í þrotabú Landsbankans að 1,25% fáist upp í kröfur og hjá Glitni er hlutfallið 3%.

Pal Ringholm lánagreinandi hjá First Securities segir að næstum óskiljanlegt sé hve lítið hafi fengist upp í skuldatryggingarnar hjá íslensku bönkunum. Hann nefnir brunaútsölu á eignum þeirra undanfarið sem eina af ástæðum þessa. "Sennilega hefur einhver gert reyfarakaup á þeirri útsölu," segir Ringholm í samtali við vefsíðuna E24.no.

Hann nefnir sem dæmi að bankastarfsemi Glitnis í Noregi hafi verið seld á 300 milljónir norskra kr. þegar opinbert mat á henni var um 3 milljarðar norskra kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×