Viðskipti innlent

Kaupa ekki Ræsi

Sömu eigendur Fyrirhuguð kaup HIG á Ræsi hafa fallið niður. HIG rekur meðal annars Íshluti, Vélafl og Vélval.
markaðurinn/pjetur
Sömu eigendur Fyrirhuguð kaup HIG á Ræsi hafa fallið niður. HIG rekur meðal annars Íshluti, Vélafl og Vélval. markaðurinn/pjetur
Ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum HIG á Ræsi hf. Þetta staðfesti starfsmaður Íshluta í samtali við Vísi. Íshlutir reka meðal annars Vélval, Vélafl og Íshluti.

Markaðurinn greindi frá því fyrir tveimur vikum að lögð hefðu verið drög að kaupunum. ,,Þetta er frágengið með ákveðnum fyrirvörum,“ sagði Hjálmar Helgason, framkvæmdastjóri og eigandi Íshluta, við Markaðinn þann 17. júlí.

Ræsir hf. var stofnað 1942 og hefur um árabil meðal annars flutt inn Mercedes-Benz bifreiðar. Á seinasta ári tók fyrirtækið í notkun nýtt húsnæði að Krókhálsi undir starfsemi sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×