Viðskipti innlent

Valdi ekki Icesave sem viðskipti ársins

Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir í bréfi til þingmannsins Bjarna Harðarsonar sem birtist í Morgunblaðinu í dag að hann hafi ekki setið í nefnd sem valdi Icesave ein af viðskiptum ársins, líkt og Bjarni hefur haldið fram á heimasíðu sinni.

Hann segist hinsvegar hafa verið meðal þeirra sem Fréttablaðið leitaði til um tilnefningar um viðskiptamann ársins og viðskipti árins.

„Róbert Wessman tilnefndi ég sem fremstan meðal viðskiptamanna ársins. Um viðskiptin sagði ég: Engin ein viðskipti standa upp úr. Skilaði þess vegna auðu um þennan lið," skrifar Ólafur.

Ólafur segist einnig telja líklegt að þeir sem tilnefndu Icesave sem viðskipti ársins hafi haft í huga að innlán séu bönkunum nauðsynleg fjárhagsleg undirstaða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×