Viðskipti innlent

Glitnir hagnaðist um 7,7 milljarða

Lárus Welding, forstjóri Glitnis
Lárus Welding, forstjóri Glitnis

Glitnir hagnaðist um 7,7milljarða fyrir skatta og afskriftir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eftir því sem fram kemur í skýrslu félagsins sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Hagnaður bankans á sama tíma í fyrra nam 8,4 milljörðum. Hagnaður eftir skatta nemur 5,9 milljörðum samanborið við um 7 milljarða í fyrra.

„Afkoma Glitnis var mjög góð á þessum fyrsta ársfjórðungi en hann einkenndist af mjög krefjandi markaðsaðstæðum fyrir öll fjármálafyrirtæki. Þrátt fyrir umrót á mörkuðum sýndi Glitnir innri styrk og staðfestir afkoman undirliggjandi þanþol og sveigjanleika í rekstri bankans. Allar fjármálastofnanir hafa þurft að hagræða í rekstri sínum á síðustu misserum til að auka skilvirkni í starfsemi og auka arðsemi. Við ætlum okkur að styrkja tekjuvöxt bankans enn frekar á öðrum ársfjórðungi og standa vörð um lausafjárstöðu okkar og beita áframhaldandi aðhald í rekstri.," segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í tilkynningunni.

Á fréttavef Reuters kemur fram að hagnaður Glitnis á sama tíma í fyrra hafi verið 8,4 milljarðar króna og haft er eftir talsmönnum bankans að hann eigi um þúsund milljarða í eignum til að mæta skuldbindingum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×