Ástralir lækka stýrivexti sína 4. nóvember 2008 11:23 Seðlabanki Ástralíu lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 5,25%. Vextir hafa nú ekki verið lægri í Ástralíu síðan í mars 2005 en ástralski dollarinn hefur líkt og íslenska krónan verið í klúbbi hávaxtamynta undanfarin misseri. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vaxtalækkanir fara nú eins og faraldur um heimskringluna. Seðlabankar víða um heim keppast við að lækka stýrivexti sína til að koma í veg fyrir frekari samdrátt og bregðast þannig við versnandi horfum í heimsbúskapnum. Lækkunin var umfram væntingar og gera sérfræðingar nú ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir enn frekar í Ástralíu og muni standa í 4% um mitt næsta ár. Ástralía fetar nú í fótspor Bandaríkjanna, Kína, Japan, Indlands, Noregs og fleiri ríkja sem lækkað hafa vexti sína undanfarnar vikur. Þá er búist við því að Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki lækki vexti sína á fimmtudaginn á reglubundnum vaxtaákvörðunardögum bankanna. Stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 3,75% en búist er við að Seðlabanki Evrópu muni lækka þá niður í 3,25% á vaxtaákvörðunardegi sínum á fimmtudaginn. Þá er búist við að Englandsbanki lækki einnig vexti sína um 0.5 prósentustig þ.e. niður í 4%. Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seðlabanki Ástralíu lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 5,25%. Vextir hafa nú ekki verið lægri í Ástralíu síðan í mars 2005 en ástralski dollarinn hefur líkt og íslenska krónan verið í klúbbi hávaxtamynta undanfarin misseri. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vaxtalækkanir fara nú eins og faraldur um heimskringluna. Seðlabankar víða um heim keppast við að lækka stýrivexti sína til að koma í veg fyrir frekari samdrátt og bregðast þannig við versnandi horfum í heimsbúskapnum. Lækkunin var umfram væntingar og gera sérfræðingar nú ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir enn frekar í Ástralíu og muni standa í 4% um mitt næsta ár. Ástralía fetar nú í fótspor Bandaríkjanna, Kína, Japan, Indlands, Noregs og fleiri ríkja sem lækkað hafa vexti sína undanfarnar vikur. Þá er búist við því að Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki lækki vexti sína á fimmtudaginn á reglubundnum vaxtaákvörðunardögum bankanna. Stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 3,75% en búist er við að Seðlabanki Evrópu muni lækka þá niður í 3,25% á vaxtaákvörðunardegi sínum á fimmtudaginn. Þá er búist við að Englandsbanki lækki einnig vexti sína um 0.5 prósentustig þ.e. niður í 4%.
Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira