Innlent

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fékk fallegan útivistarfatnað

Inga Jóna Úlfarsdóttir, verslunarstjóri Hexa ásamt Sigurfljóð Skúladóttur og Birnu Árnadóttur hjá Mæðrastyrksnefnd.
Inga Jóna Úlfarsdóttir, verslunarstjóri Hexa ásamt Sigurfljóð Skúladóttur og Birnu Árnadóttur hjá Mæðrastyrksnefnd.
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fékk á dögunum nokkuð af fallegum útivistarfatnaði fyrir börn, ásamt fjölbreyttu úrvali af peysum og bolum á fullorðna einstaklinga. Það var fyrirtækið Hexa sem gaf vörurnar. Í tilkynningu frá Hexa er haft eftir forráðamönnum Mæðrastyrksnefndarinnar að mikil þörf sé á vörum af öllu tagi allt árið og hafi þörfin aukist mikið að undanförnu. Nú sé nefndin að safna vörum til jólaúthlutunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×