Jón Ásgeir: Eyði ekki tíma mínum í að hata aðra menn 28. júní 2008 17:23 Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Ásgeir Jóhannesson starfandi stjórnarformaður Baugs segir að Baugur muni á næstunni flytja einhver íslenskra félaga sinna úr landi líkt og Vísir greindi frá 12. júní síðastliðinn. Sjálfur muni hann segja sig úr stjórnum allra félaga Baugs sem verða áfram innanlands innan fjögurra mánaða. Þetta kemur fram í ítarlegu einkaviðtali við Jón Ásgeir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Meðal annars er rætt við Jón Ásgeir um Baugsmálið og þá sakfellingu sem hann hlaut í Hæstarétti. "Jón Ásgeir kveðst oft hafa verið bitur og reiður á undanförnum sex árum því hann hafi oft verið beittur "ótrúlegum skepnuskap", Þessi tími hafi reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfiður," segir í Sunnudagsblaðinu. Aðspurður um hvort hann ætli í skaðabótamál gegn ríkinu segist Jón Ásgeir vera að íhuga það...."en karl faðir minn er alveg ákveðinn í að fara í skaðabótamál...Hann þurfti að ganga í gegnum þetta í fimm ár. Hann var algerlega sýknaður í málinu og hann er mjög harður á því að höfða mál," segir Jón Ásgeir. Fram kemur í máli Jóns Ásgeirs að hann sé ekki í nokkrum vafa um að það hefði aldrei verið farið af stað með Baugsmálið á sínum tíma án þess að fyrir lægi samþykki æðstu ráðamanna landsins. Jón Ásgeir segir að hann sé ekki hatursfullur maður. "Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að hatast við aðra menn og fórna þannig sálarró minni," segir Jón Ásgeir. "Ég get varið tíma mínum og starfsorku á miklu betri og uppbyggilegri hátt en þann." Hinsvegar segir Jón Ásgeir að hann vilji búa þannig um hnútana að svona lagað geti aldrei gerst aftur. "Mér finnst vera aðalatriði að tryggja að málatilbúnaður í svona langan tíma með svona miklu offorsi, gerist aldrei aftur á Íslandi," segir Jón Ásgeir. "Ég er tilbúinn til þess að beita mér af krafti til þess að tryggja að svo verði." Tengdar fréttir Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum. 12. júní 2008 13:38 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson starfandi stjórnarformaður Baugs segir að Baugur muni á næstunni flytja einhver íslenskra félaga sinna úr landi líkt og Vísir greindi frá 12. júní síðastliðinn. Sjálfur muni hann segja sig úr stjórnum allra félaga Baugs sem verða áfram innanlands innan fjögurra mánaða. Þetta kemur fram í ítarlegu einkaviðtali við Jón Ásgeir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Meðal annars er rætt við Jón Ásgeir um Baugsmálið og þá sakfellingu sem hann hlaut í Hæstarétti. "Jón Ásgeir kveðst oft hafa verið bitur og reiður á undanförnum sex árum því hann hafi oft verið beittur "ótrúlegum skepnuskap", Þessi tími hafi reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfiður," segir í Sunnudagsblaðinu. Aðspurður um hvort hann ætli í skaðabótamál gegn ríkinu segist Jón Ásgeir vera að íhuga það...."en karl faðir minn er alveg ákveðinn í að fara í skaðabótamál...Hann þurfti að ganga í gegnum þetta í fimm ár. Hann var algerlega sýknaður í málinu og hann er mjög harður á því að höfða mál," segir Jón Ásgeir. Fram kemur í máli Jóns Ásgeirs að hann sé ekki í nokkrum vafa um að það hefði aldrei verið farið af stað með Baugsmálið á sínum tíma án þess að fyrir lægi samþykki æðstu ráðamanna landsins. Jón Ásgeir segir að hann sé ekki hatursfullur maður. "Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að hatast við aðra menn og fórna þannig sálarró minni," segir Jón Ásgeir. "Ég get varið tíma mínum og starfsorku á miklu betri og uppbyggilegri hátt en þann." Hinsvegar segir Jón Ásgeir að hann vilji búa þannig um hnútana að svona lagað geti aldrei gerst aftur. "Mér finnst vera aðalatriði að tryggja að málatilbúnaður í svona langan tíma með svona miklu offorsi, gerist aldrei aftur á Íslandi," segir Jón Ásgeir. "Ég er tilbúinn til þess að beita mér af krafti til þess að tryggja að svo verði."
Tengdar fréttir Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum. 12. júní 2008 13:38 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum. 12. júní 2008 13:38