Viðskipti innlent

Nýr Opera-vafri væntanlegur

Jón S. von Tetzchner Opera-menn reyna alltaf að gera betur, segir forstjóri Opera Software.Markaðurinn/Vilhelm
Jón S. von Tetzchner Opera-menn reyna alltaf að gera betur, segir forstjóri Opera Software.Markaðurinn/Vilhelm

„Við erum með besta vafrann fyrir alla. Við viljum bæta hann og reynum alltaf að gera betur,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri og annar tveggja stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software.

Ný og endurbætt útgáfa Opera-vafrans fyrir einkatölvur, sem ber nafnið Opera 9.5, er væntanleg – jafnvel í vikunni. Tvö ár eru síðan síðasta stóra útgáfan leit dagsins ljós. Þeir sem ekki geta setið á strák sínum geta halað niður prufu­útgáfu (e. beta) á vefsíðu Opera.

Á meðal helstu nýjunga í útgáfunni eru samþætt bókamerki og minnispunktar og leit í eldra rápi (e. history search) svo fátt eitt sé nefnt. Þá er hægt að velja hvort myndir birtast á vefsíðum eður ei en það hraðar niðurhalinu.

Jón segir léttleikann gera vafrann afar hentugan fyrir netnotendur sem búi á svæðum þar sem nettengingar eru lélegar eða af skornum skammti, svo sem í Bangladess og í þróunarlöndunum þar sem farsímaútgáfa vafrans hefur notið vinsælda. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×