Erlent

Frakkar styrkja sveitir sínar í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Franskir hermenn í Afganaistan.
Franskir hermenn í Afganaistan.

Frakkar ætla að senda liðsauka og meiri tækjabúnað til Afganistans eftir að tíu franskir hermenn voru drepnir í fyrirsát í grennd við Kabúl.

Francois Fillon forsætisráðherra sagði fréttamönnum að Nicolas Sarkozy forseti og ríkisstjórnin hefðu lært sína lexíu af mannfallinu.

Meðal búnaðar sem sendur verður til Afganistans eru fleiri þyrlur, ómannaðar eftirlitsflugfélar, hlustunartæki og sprengjuvörpur. Um 2600 franskir hermenn eru nú í Afganistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×