Viðskipti innlent

Icelandic Group hrynur

Kaupþing hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Félagið hækkaði um 5,38% og stendur gengi þess nú í 803. Exista hækkaði næst mest eða um 1,76% og Icelandair Group um 1,63%.

FL Group hækkaði um 1,44% og Marel um 1,43%.

Icelandic Group lækkaði mest allra félaga í dag eða um 10,95% gengi þess er nú komið í 1,85. Eimskip lækkaði um 5,89% og Century Aluminum Company um 2,73%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,47% og stendur nú í tæpum 5.051 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×