Kreppan, frjálshyggjan og framtíðin 11. október 2008 06:00 Víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvort fjármálakreppan mikla sé frjálshyggjunni að kenna. Málsmetandi menn segja að gengið hafi verið of langt í að draga úr ríkis-„afskiptum" af fjármálamarkaðnum vestanhafs, hann gerður of „frjáls". Einstaka „frjáls"-hyggjumaður maldar í móinn og segir að vandinn stafi af því að markaðurinn hafi ekki verið nógu „frjáls". En mér er spurn: Hvers vegna verður þessi djúpa og alvarlega kreppa nú eftir þrjátíu ára frjálshyggjuvæðingu víða um lönd? Af hverju voru Vesturlönd að heita kreppulaus á ríkis-„afskipta"-árunum 1945-1980? Af hverju urðu miklar og alvarlegar kreppur á bandaríska fjármálamarkaðnum á árunum fyrir 1912, þegar ríkið skipti sér nákvæmlega ekkert af honum? Mikið hrun varð á fjármálamarkaðnum ameríska árið 1907 og kalla Kanar það „the panic of 1907". Bankakreppan íslenskaVíkur nú sögunni austur og norður á bóginn, að íslensku bankakreppunni sem nú ógnar framtíð þjóðarinnar. Það þótt íslenski markaðurinn sé nú „frjálsari" en nokkru sinni fyrr. Ekki fór fyrir kreppum á ríkis-„afskipta"-árunum, ekki einu sinni á hinum vondu haftaárum. Við má bæta að ég tel frjálshyggju-mennskuna eiga mikla sök á kreppunni, Ísland er kannski ekki yfirgengilega markaðsvætt en allt of margir Íslendingar eru „frjálshyggnir" um of. Margir af markaðsgerendunum íslensku hafa verið heilaþvegnir af frjálshyggju í viðskiptaháskólum, jafnt hérlendum sem erlendum.Kaupsýslumenn þessir virðast hafa trúað í blindni þeim boðskap frjálshygguhagfræðinnar að fyrirtæki yrðu stöðugt að reyna að þenjast út annars væri voðinn vís. „Vogun(arsjóðir) vinna en tapa ekki" hefði getað verið þeirra kjörorð. Milton Friedman sagði að einungis þau fyrirtæki sem stefndu að hámarksgróða og gæfu ekkert eftir myndu lifa af í samkeppninni, þess utan væri þessi sókn í hámarksgróða öllum til góðs, „græðgi er góð". En hagfræðingurinn John Kay segir annað í bók sinni The Truth about Markets. Hann vitnar í rannsóknir á fyrirtækjum sem sýni að farsælustu fyrirtækin séu ekki ofurgráðug. Hann segir að sú óheillaþróun sem varð þegar forstjórar vestra fóru að semja um ofurlaun og allra handa fríðindi hafi orðið til þess að þeir hafi tekið mikið fé út úr fyrirtækjum sem þeir unnu hjá. Þetta sé ein ástæða fjármálakreppunnar á níunda tugnum og aðalástæðan fyrir hruni Enrons.Þessir menn fóru eftir forskriftum Friedmans um að öllum sé fyrir bestu að einstaklingar á markaði hegði sér í samræmi við upplýsta eigingirni. Þessi „business"-skóla-mennska gegnsýrir íslenska „busi$$ness"-menn nema hvað eigingirnin vill verða með óupplýstara móti. Mörg markaðskerfi!Hvernig ber Íslendingum að bregðast við kreppunni? Væri ekki ráð að þeir drægu aðeins úr markaðsdýrkun sinni? Væri ekki ráð að íslenskir kaupsýslumenn hættu að fara eftir forskriftum, ættuðum frá Milton Friedman? Væri ekki ráð að Íslendingar reyndu að finna gerð markaðskerfis sem hæfir íslenskum aðstæðum í stað þess að stæla Ameríkumenn?Fræðimenn á borð við áðurnefndan John Kay og heimspekinginn John Gray segja það hina mestu firru að aðeins ein gerð markaðskerfis virki. Hið árangursríka markaðskerfi Suður-Kóreu sé allt öðruvísi en hið ameríska og vel aðlagað kóreskum aðstæðum. Finnska útgáfan hæfir Finnum vel og svo framvegis.Steingrímur Hermannsson hafði bæði á réttu og röngu að standa þegar hann sagði að önnur efnahagslögmál giltu á Íslandi en annars staðar. Hið rétta er að það eru ekki til nein efnahagsslögmál, aðeins þumalfingursreglur sem hæfa misvel á mismunandi stöðum á mismunandi tímum.Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvort fjármálakreppan mikla sé frjálshyggjunni að kenna. Málsmetandi menn segja að gengið hafi verið of langt í að draga úr ríkis-„afskiptum" af fjármálamarkaðnum vestanhafs, hann gerður of „frjáls". Einstaka „frjáls"-hyggjumaður maldar í móinn og segir að vandinn stafi af því að markaðurinn hafi ekki verið nógu „frjáls". En mér er spurn: Hvers vegna verður þessi djúpa og alvarlega kreppa nú eftir þrjátíu ára frjálshyggjuvæðingu víða um lönd? Af hverju voru Vesturlönd að heita kreppulaus á ríkis-„afskipta"-árunum 1945-1980? Af hverju urðu miklar og alvarlegar kreppur á bandaríska fjármálamarkaðnum á árunum fyrir 1912, þegar ríkið skipti sér nákvæmlega ekkert af honum? Mikið hrun varð á fjármálamarkaðnum ameríska árið 1907 og kalla Kanar það „the panic of 1907". Bankakreppan íslenskaVíkur nú sögunni austur og norður á bóginn, að íslensku bankakreppunni sem nú ógnar framtíð þjóðarinnar. Það þótt íslenski markaðurinn sé nú „frjálsari" en nokkru sinni fyrr. Ekki fór fyrir kreppum á ríkis-„afskipta"-árunum, ekki einu sinni á hinum vondu haftaárum. Við má bæta að ég tel frjálshyggju-mennskuna eiga mikla sök á kreppunni, Ísland er kannski ekki yfirgengilega markaðsvætt en allt of margir Íslendingar eru „frjálshyggnir" um of. Margir af markaðsgerendunum íslensku hafa verið heilaþvegnir af frjálshyggju í viðskiptaháskólum, jafnt hérlendum sem erlendum.Kaupsýslumenn þessir virðast hafa trúað í blindni þeim boðskap frjálshygguhagfræðinnar að fyrirtæki yrðu stöðugt að reyna að þenjast út annars væri voðinn vís. „Vogun(arsjóðir) vinna en tapa ekki" hefði getað verið þeirra kjörorð. Milton Friedman sagði að einungis þau fyrirtæki sem stefndu að hámarksgróða og gæfu ekkert eftir myndu lifa af í samkeppninni, þess utan væri þessi sókn í hámarksgróða öllum til góðs, „græðgi er góð". En hagfræðingurinn John Kay segir annað í bók sinni The Truth about Markets. Hann vitnar í rannsóknir á fyrirtækjum sem sýni að farsælustu fyrirtækin séu ekki ofurgráðug. Hann segir að sú óheillaþróun sem varð þegar forstjórar vestra fóru að semja um ofurlaun og allra handa fríðindi hafi orðið til þess að þeir hafi tekið mikið fé út úr fyrirtækjum sem þeir unnu hjá. Þetta sé ein ástæða fjármálakreppunnar á níunda tugnum og aðalástæðan fyrir hruni Enrons.Þessir menn fóru eftir forskriftum Friedmans um að öllum sé fyrir bestu að einstaklingar á markaði hegði sér í samræmi við upplýsta eigingirni. Þessi „business"-skóla-mennska gegnsýrir íslenska „busi$$ness"-menn nema hvað eigingirnin vill verða með óupplýstara móti. Mörg markaðskerfi!Hvernig ber Íslendingum að bregðast við kreppunni? Væri ekki ráð að þeir drægu aðeins úr markaðsdýrkun sinni? Væri ekki ráð að íslenskir kaupsýslumenn hættu að fara eftir forskriftum, ættuðum frá Milton Friedman? Væri ekki ráð að Íslendingar reyndu að finna gerð markaðskerfis sem hæfir íslenskum aðstæðum í stað þess að stæla Ameríkumenn?Fræðimenn á borð við áðurnefndan John Kay og heimspekinginn John Gray segja það hina mestu firru að aðeins ein gerð markaðskerfis virki. Hið árangursríka markaðskerfi Suður-Kóreu sé allt öðruvísi en hið ameríska og vel aðlagað kóreskum aðstæðum. Finnska útgáfan hæfir Finnum vel og svo framvegis.Steingrímur Hermannsson hafði bæði á réttu og röngu að standa þegar hann sagði að önnur efnahagslögmál giltu á Íslandi en annars staðar. Hið rétta er að það eru ekki til nein efnahagsslögmál, aðeins þumalfingursreglur sem hæfa misvel á mismunandi stöðum á mismunandi tímum.Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun