Kreppan, frjálshyggjan og framtíðin 11. október 2008 06:00 Víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvort fjármálakreppan mikla sé frjálshyggjunni að kenna. Málsmetandi menn segja að gengið hafi verið of langt í að draga úr ríkis-„afskiptum" af fjármálamarkaðnum vestanhafs, hann gerður of „frjáls". Einstaka „frjáls"-hyggjumaður maldar í móinn og segir að vandinn stafi af því að markaðurinn hafi ekki verið nógu „frjáls". En mér er spurn: Hvers vegna verður þessi djúpa og alvarlega kreppa nú eftir þrjátíu ára frjálshyggjuvæðingu víða um lönd? Af hverju voru Vesturlönd að heita kreppulaus á ríkis-„afskipta"-árunum 1945-1980? Af hverju urðu miklar og alvarlegar kreppur á bandaríska fjármálamarkaðnum á árunum fyrir 1912, þegar ríkið skipti sér nákvæmlega ekkert af honum? Mikið hrun varð á fjármálamarkaðnum ameríska árið 1907 og kalla Kanar það „the panic of 1907". Bankakreppan íslenskaVíkur nú sögunni austur og norður á bóginn, að íslensku bankakreppunni sem nú ógnar framtíð þjóðarinnar. Það þótt íslenski markaðurinn sé nú „frjálsari" en nokkru sinni fyrr. Ekki fór fyrir kreppum á ríkis-„afskipta"-árunum, ekki einu sinni á hinum vondu haftaárum. Við má bæta að ég tel frjálshyggju-mennskuna eiga mikla sök á kreppunni, Ísland er kannski ekki yfirgengilega markaðsvætt en allt of margir Íslendingar eru „frjálshyggnir" um of. Margir af markaðsgerendunum íslensku hafa verið heilaþvegnir af frjálshyggju í viðskiptaháskólum, jafnt hérlendum sem erlendum.Kaupsýslumenn þessir virðast hafa trúað í blindni þeim boðskap frjálshygguhagfræðinnar að fyrirtæki yrðu stöðugt að reyna að þenjast út annars væri voðinn vís. „Vogun(arsjóðir) vinna en tapa ekki" hefði getað verið þeirra kjörorð. Milton Friedman sagði að einungis þau fyrirtæki sem stefndu að hámarksgróða og gæfu ekkert eftir myndu lifa af í samkeppninni, þess utan væri þessi sókn í hámarksgróða öllum til góðs, „græðgi er góð". En hagfræðingurinn John Kay segir annað í bók sinni The Truth about Markets. Hann vitnar í rannsóknir á fyrirtækjum sem sýni að farsælustu fyrirtækin séu ekki ofurgráðug. Hann segir að sú óheillaþróun sem varð þegar forstjórar vestra fóru að semja um ofurlaun og allra handa fríðindi hafi orðið til þess að þeir hafi tekið mikið fé út úr fyrirtækjum sem þeir unnu hjá. Þetta sé ein ástæða fjármálakreppunnar á níunda tugnum og aðalástæðan fyrir hruni Enrons.Þessir menn fóru eftir forskriftum Friedmans um að öllum sé fyrir bestu að einstaklingar á markaði hegði sér í samræmi við upplýsta eigingirni. Þessi „business"-skóla-mennska gegnsýrir íslenska „busi$$ness"-menn nema hvað eigingirnin vill verða með óupplýstara móti. Mörg markaðskerfi!Hvernig ber Íslendingum að bregðast við kreppunni? Væri ekki ráð að þeir drægu aðeins úr markaðsdýrkun sinni? Væri ekki ráð að íslenskir kaupsýslumenn hættu að fara eftir forskriftum, ættuðum frá Milton Friedman? Væri ekki ráð að Íslendingar reyndu að finna gerð markaðskerfis sem hæfir íslenskum aðstæðum í stað þess að stæla Ameríkumenn?Fræðimenn á borð við áðurnefndan John Kay og heimspekinginn John Gray segja það hina mestu firru að aðeins ein gerð markaðskerfis virki. Hið árangursríka markaðskerfi Suður-Kóreu sé allt öðruvísi en hið ameríska og vel aðlagað kóreskum aðstæðum. Finnska útgáfan hæfir Finnum vel og svo framvegis.Steingrímur Hermannsson hafði bæði á réttu og röngu að standa þegar hann sagði að önnur efnahagslögmál giltu á Íslandi en annars staðar. Hið rétta er að það eru ekki til nein efnahagsslögmál, aðeins þumalfingursreglur sem hæfa misvel á mismunandi stöðum á mismunandi tímum.Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvort fjármálakreppan mikla sé frjálshyggjunni að kenna. Málsmetandi menn segja að gengið hafi verið of langt í að draga úr ríkis-„afskiptum" af fjármálamarkaðnum vestanhafs, hann gerður of „frjáls". Einstaka „frjáls"-hyggjumaður maldar í móinn og segir að vandinn stafi af því að markaðurinn hafi ekki verið nógu „frjáls". En mér er spurn: Hvers vegna verður þessi djúpa og alvarlega kreppa nú eftir þrjátíu ára frjálshyggjuvæðingu víða um lönd? Af hverju voru Vesturlönd að heita kreppulaus á ríkis-„afskipta"-árunum 1945-1980? Af hverju urðu miklar og alvarlegar kreppur á bandaríska fjármálamarkaðnum á árunum fyrir 1912, þegar ríkið skipti sér nákvæmlega ekkert af honum? Mikið hrun varð á fjármálamarkaðnum ameríska árið 1907 og kalla Kanar það „the panic of 1907". Bankakreppan íslenskaVíkur nú sögunni austur og norður á bóginn, að íslensku bankakreppunni sem nú ógnar framtíð þjóðarinnar. Það þótt íslenski markaðurinn sé nú „frjálsari" en nokkru sinni fyrr. Ekki fór fyrir kreppum á ríkis-„afskipta"-árunum, ekki einu sinni á hinum vondu haftaárum. Við má bæta að ég tel frjálshyggju-mennskuna eiga mikla sök á kreppunni, Ísland er kannski ekki yfirgengilega markaðsvætt en allt of margir Íslendingar eru „frjálshyggnir" um of. Margir af markaðsgerendunum íslensku hafa verið heilaþvegnir af frjálshyggju í viðskiptaháskólum, jafnt hérlendum sem erlendum.Kaupsýslumenn þessir virðast hafa trúað í blindni þeim boðskap frjálshygguhagfræðinnar að fyrirtæki yrðu stöðugt að reyna að þenjast út annars væri voðinn vís. „Vogun(arsjóðir) vinna en tapa ekki" hefði getað verið þeirra kjörorð. Milton Friedman sagði að einungis þau fyrirtæki sem stefndu að hámarksgróða og gæfu ekkert eftir myndu lifa af í samkeppninni, þess utan væri þessi sókn í hámarksgróða öllum til góðs, „græðgi er góð". En hagfræðingurinn John Kay segir annað í bók sinni The Truth about Markets. Hann vitnar í rannsóknir á fyrirtækjum sem sýni að farsælustu fyrirtækin séu ekki ofurgráðug. Hann segir að sú óheillaþróun sem varð þegar forstjórar vestra fóru að semja um ofurlaun og allra handa fríðindi hafi orðið til þess að þeir hafi tekið mikið fé út úr fyrirtækjum sem þeir unnu hjá. Þetta sé ein ástæða fjármálakreppunnar á níunda tugnum og aðalástæðan fyrir hruni Enrons.Þessir menn fóru eftir forskriftum Friedmans um að öllum sé fyrir bestu að einstaklingar á markaði hegði sér í samræmi við upplýsta eigingirni. Þessi „business"-skóla-mennska gegnsýrir íslenska „busi$$ness"-menn nema hvað eigingirnin vill verða með óupplýstara móti. Mörg markaðskerfi!Hvernig ber Íslendingum að bregðast við kreppunni? Væri ekki ráð að þeir drægu aðeins úr markaðsdýrkun sinni? Væri ekki ráð að íslenskir kaupsýslumenn hættu að fara eftir forskriftum, ættuðum frá Milton Friedman? Væri ekki ráð að Íslendingar reyndu að finna gerð markaðskerfis sem hæfir íslenskum aðstæðum í stað þess að stæla Ameríkumenn?Fræðimenn á borð við áðurnefndan John Kay og heimspekinginn John Gray segja það hina mestu firru að aðeins ein gerð markaðskerfis virki. Hið árangursríka markaðskerfi Suður-Kóreu sé allt öðruvísi en hið ameríska og vel aðlagað kóreskum aðstæðum. Finnska útgáfan hæfir Finnum vel og svo framvegis.Steingrímur Hermannsson hafði bæði á réttu og röngu að standa þegar hann sagði að önnur efnahagslögmál giltu á Íslandi en annars staðar. Hið rétta er að það eru ekki til nein efnahagsslögmál, aðeins þumalfingursreglur sem hæfa misvel á mismunandi stöðum á mismunandi tímum.Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar