SPRON og Kaupþing í viðræður Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. maí 2008 06:00 SPRON hringt inn í Kauphöll Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq/OMX Kauphallar Íslands, og Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, fagna hér skráningu sparisjóðsins í Kauphöllina í fyrrahaust. Fréttablaðið/GVA Kaupþing banki og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær er gert ráð fyrir fjórum vikum í viðræðurnar. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir frumkvæðið alfarið hafa verið Kaupþings. „Þetta átti sér engan aðdraganda af okkar hálfu,“ segir hann, en stjórn barst í gær stutt bréf þar sem óskað var eftir viðræðunum. Væntingar til viðræðnanna eða niðurstöðu þeirra var ekki að finna í bréfinu. Stjórn eða stjórnendur SPRON segir Guðmundur ekki hafa verið með vangaveltur um sameiningu við annað fjármálafyrirtæki og langt sé síðan slíkar vangaveltur hafi síðast verið uppi. „Við þurfum að fara aftur til ársins 2003, þá voru viðræður milli þessara tveggja fyrirtækja, en þeim var hætt í ársbyrjun 2004 eftir að lögum hafði verið breytt. En nú hefur vitanlega markaðurinn og aðstæður breyst mikið og fjármagnsaðstæður þróast,“ bendir hann á og segir menn nú telja að ávinningur kunni að vera af því að taka þessar viðræður upp aftur. „En þær eru ekki hafnar. Menn hafa samþykkt það eitt að setjast niður.“ Þó svo að lög um sparisjóði gildi um SPRON og takmarki meðal annars atkvæðavægi hluthafa segir Guðmundur það ekki trufla mögulegan samruna sjóðsins við annað félag. „Ef meirihluti hluthafa samþykkir á fundi að sameinast öðrum þá er það hægt,“ segir hann, en viðurkennir um leið að ef til vill væri í ljósi stærðarhlutfalla nær að tala um yfirtöku Kaupþings á sparisjóðnum. „En hitt er annað mál að Kaupþing er fyrst og fremst stórt utan Íslands og á þessu svæði sem við störfum erum við með ágæta markaðshlutdeild. Mikil verðmæti eru því fólgin í SPRON, bæði starfsfólkinu og samskiptum þess við viðskiptavini sem eru rómuð. Ég gef mér því að menn séu fyrst og fremst að leita leiða til að auka verðmæti þess hlutafjár sem er í fyrirtækjunum. Þá hagsmuni, sem og hagsmuni starfsmanna og viðskiptamanna, hljótum við að þurfa að hafa að leiðarljósi í viðræðunum.“ Hver sem niðurstaða viðræðnanna verður er ljóst að sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna, að því er áréttað er í kauphallartilkynningu um viðræðurnar. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kaupþing banki og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær er gert ráð fyrir fjórum vikum í viðræðurnar. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir frumkvæðið alfarið hafa verið Kaupþings. „Þetta átti sér engan aðdraganda af okkar hálfu,“ segir hann, en stjórn barst í gær stutt bréf þar sem óskað var eftir viðræðunum. Væntingar til viðræðnanna eða niðurstöðu þeirra var ekki að finna í bréfinu. Stjórn eða stjórnendur SPRON segir Guðmundur ekki hafa verið með vangaveltur um sameiningu við annað fjármálafyrirtæki og langt sé síðan slíkar vangaveltur hafi síðast verið uppi. „Við þurfum að fara aftur til ársins 2003, þá voru viðræður milli þessara tveggja fyrirtækja, en þeim var hætt í ársbyrjun 2004 eftir að lögum hafði verið breytt. En nú hefur vitanlega markaðurinn og aðstæður breyst mikið og fjármagnsaðstæður þróast,“ bendir hann á og segir menn nú telja að ávinningur kunni að vera af því að taka þessar viðræður upp aftur. „En þær eru ekki hafnar. Menn hafa samþykkt það eitt að setjast niður.“ Þó svo að lög um sparisjóði gildi um SPRON og takmarki meðal annars atkvæðavægi hluthafa segir Guðmundur það ekki trufla mögulegan samruna sjóðsins við annað félag. „Ef meirihluti hluthafa samþykkir á fundi að sameinast öðrum þá er það hægt,“ segir hann, en viðurkennir um leið að ef til vill væri í ljósi stærðarhlutfalla nær að tala um yfirtöku Kaupþings á sparisjóðnum. „En hitt er annað mál að Kaupþing er fyrst og fremst stórt utan Íslands og á þessu svæði sem við störfum erum við með ágæta markaðshlutdeild. Mikil verðmæti eru því fólgin í SPRON, bæði starfsfólkinu og samskiptum þess við viðskiptavini sem eru rómuð. Ég gef mér því að menn séu fyrst og fremst að leita leiða til að auka verðmæti þess hlutafjár sem er í fyrirtækjunum. Þá hagsmuni, sem og hagsmuni starfsmanna og viðskiptamanna, hljótum við að þurfa að hafa að leiðarljósi í viðræðunum.“ Hver sem niðurstaða viðræðnanna verður er ljóst að sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna, að því er áréttað er í kauphallartilkynningu um viðræðurnar.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira