Viðskipti innlent

Segir töku FL Group af markaði ágæta lausn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/GVA

„Þetta er náttúrulega bara hluti af því sem er að gerast og er ágæt lausn fyrst samkomulag náðist milli stærstu hluthafa," sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um þá ákvörðun að taka FL Group af markaði.

„Hugmyndin á bak við svona fjárfestingafélag er náttúrulega meðal annars sú að hluthafar almennt hafa ekki aðgang að miklu fé til að kaupa fyrirtæki og fá aðgang að sérfræðiþekkingu við kaup og sölu á fyrirtækjum. Núna eru aðstæður mjög breyttar, fjármagn er dýrt og erfitt að fá það auk þess sem yfirtökur og samrunar eru í minni kantinum og þetta hangir saman. Þetta er því eðlilegt skref að taka miðað við það umhverfi," sagði Edda enn fremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×