Viðskipti innlent

Baugur selur MK One

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.

Baugur Group gekk í dag frá sölu á verslunarkeðjunni MK One. Þetta staðfesti Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, samtali við Vísi. Kaupverðið er trúnaðarmál en kaupandi er Hilco Retail Investment.

"Við erum mjög sáttir við að hafa klárað þetta söluferli," segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs í samtali við Vísi í dag. Hann vildi ekki tjá sig um kaupverð en leiða má líkum að því að það sé lægra en þær 55 milljónir punda sem Baugur greiddi fyrir MK One árið 2005.

Leitt var líkum að því í Daily Telegraph í morgun að MK One væri mögulega á leið í greiðslustöðvun ef ekki tækist að selja félagið. Þær áhyggjur eru víst óþarfar nú.

Gunnar sagði aðspurður að ekki stæði til að selja fleiri félög úr eignasafni Baugs. "Það er ekkert ákveðið. Við erum með eignasafn okkar í endalausri skoðun og það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að við seljum eða kaupum fyrirtæki," segir Gunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×