Erlent

Saab verksmiðjurnar dæmdar í skóggang

Óli Tynes skrifar
Saab; of miklu lofað.
Saab; of miklu lofað. MYND/SAAB

Sænsku Saab bílasmiðjurnar hafa verið dæmdar til þess að gróðursetja heilan skóg í Ástralíu.

Markaðsdeild verksmiðjunnar þar í landi verður að fara á námskeið í skógrækt og fara svo út og gróðursetja 12.500 trjáplöntur.

Ástæðan er sú að markaðsfræðingarnir voru einum of góðir með sig þegar þeir voru að auglýsa Saabinn.

Þeir lofuðu því í auglýsingunum að bílarnir væru hlutlausir í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, þar sem 17 trjám væri plantað fyrir hvern bíl.

Einhver settist niður við útreikninga og komst að því að þessi sautján tré nægðu aðeins til þess að dekka fyrsta árið sem bíllinn væri í notkun.

Saab voru dæmdar til að standa við stóru orðin og því eru markaðsfræðingarnir nú á leiðinni út í skóg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×