Viðskipti innlent

Erlend fjárfesting hérlendis bundin við stóriðju?

MYND/GVA

Helmingur beinnar fjármunaeignar erlendra aðila á Íslandi um áramótin var í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu. Er líklegt að ofangreind eignarhaldsfélög vigti þar þungt. Utan fjármálageirans er stærstur hluti erlendrar fjármunaeignar í stóriðju, alls tæpir 187 ma.kr. í árslok 2007.

„Til samanburðar var eign erlendra aðila í stóriðju á Íslandi 30 ma.kr. í lok ársins 2001. Segja má að heppilegra væri að fjármunaeign erlendra aðila hér á landi dreifðist á fleiri atvinnugreinar en stóriðju, og í heild væri æskilegt auka hana.

Erlendir aðilar hafa þó ekki verið umsvifamiklir meðal eigenda í fjármála- og rekstrarfélögum í Kauphöllinni, og er skýring þess að einhverju leyti sú að mörgum erlendum fjárfestum hugnast ekki sú aukaáhætta sem fylgir því að vera með hlutabréf í íslenskum krónum í eignasafni sínu."

Þetta kemur fram í morgunkorni Gltinis.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×