Viðskipti innlent

Nýskráðum bílum fækkur um 60%

MYND/GVA

Nýskráðum fólksbílum fækkaði um sextíu prósent í síðasta mánuði, borið saman við sama mánuð í fyrra.

Í júlí í fyrra voru um fimmtán hundruð bílar skráðir en aðeins 578 í júlí í ár, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu.

Þetta er töluverður viðsnúningur hjá landsmönnum, því fyrstu þrjá mánuði ársins varð tæplega helmings aukning í nýskráningu ökutækja.

Hér er verið að tala um öll ökutæki - bíla, bifhjól og eftirvagna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×