Viðskipti erlent

Ársreikningur Nyhedsavisen enn ekki kominn

Nú er liðin vika frá lokafresti Nyhedsavisen til að leggja fram ársreiking sinn. Reikningurinn hefur enn ekki verið lagður fram og engin svör er að fá hjá stjórnendum útgáfunnar.

Blaðið Jyllands Posten fjallar um málið í dag og bendir m.a. á að í síðustu viku hefði Morten Lund meirihlutaeigandi útgáfunnar sagt að ársreikningurinn yrði lagður fram s.l. fimmtudag.

Morten Lund segir í samtali við Jyllands Posten í morgun að hann hafi ekki áhuga á að ræða þetta mál við blaðið.

Búið er að skella 2.000 dkr. sekt á stjórnarmenn útgáfunnar þar sem ársreikningurinn var ekki lagður fram fyrir lokafrestinn þann 21. júlí s.l. Þann 1. ágúst hækkar sektin í 3.000 kr. Samhliða því fer í gang ferill hjá dönskum yfirvöldum um að leysa útgáfuna upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×