Viðskipti erlent

McDonald´s fer í mál við sjálft sig

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Nytjaleyfishafar McDonald´s í Noregi hafa höfðað mál gegn höfuðstöðvum keðjunnar í Bandaríkjunum. Norðmennirnir ná vart upp í nefið á sér af reiði yfir að vera þvingaðir til að greiða fyrir viðhald staðanna að utanverðu auk þess að greiða fyrir þær svimandi tryggingaupphæðir sem þeir vilja meina að sé ekki minnst einu orði á í samningum.

„Þetta er sko ekkert „happy meal", mér voru á sínum tíma gefnar 30 mínútur til að skrifa undir samninginn sem var 50 blaðsíður og þar að auki á dönsku," segir Alf Flørnes, sem rekur McDonald´s-stað í Kristiansand í Noregi, og bætir því við að honum hafi verið bent á að það væri nú eða aldrei þegar hann mótmælti. Deila hans við höfuðstöðvarnar hefur staðið í rúmt ár.

Nytjaleyfishafarnir krefja höfuðstöðvarnar um milljónabætur vegna þessa meinta yfirgangs.

Berlingske Tidende greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×