Viðskipti innlent

Baugur hagnaðist um 7,5 milljarða kr. á síðasta ári

Baugur Group hagnaðist um rúmlega 7,5 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram í opinskáu viðtali viðskiptablaðsins Börsen við Gunnar Sigurðsson forstjóra Baugs Group í dag.

Hann segir að umfang rekstrar Baugs hafi minnkað um þriðjung frá því um áramót og að veltan sé nú um 200 milljarðar króna. Fram kemur að síðasta sumar hafi um 60% af eignum Baugs verið í óskráðum félögum en 40% í skráðum félögum. Nú sé þetta hlutfall orðið 80% í óskráðum ig 20% í skráðum félögum.

Gunnar segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs hafi verið einn sá erfiðasti í fjármálasögunni og að Baugur hafi ekki farið varhluta af þeim óróa og niðursveiflu sem ríkt hefur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×