Viðskipti innlent

Leita þarf til ársins 2002 til að finna viðlíka flökt á mörkuðum

Ragnar H. Guðmundsson hjá Askar Capital var gestur Björgvins Guðmundssonar í „Í lok dags". Þar sagði hann að leita þurfi til ársins 2002 til að finna viðlíka flökt á hlutabréfamörkuðum eins og nú um stundir.

Hann segir flöktið samt ekki vera mikið meira Íslandi miðað við það sem gengur og gerist á öðrum mörkuðum, Svíþjóð og Þýskalandi. Hræringar á mörkuðum eru eðlilegur fylgifiskur á óvissutímum að sögn Ragnars eins og árið 2002 þegar fjármálahneyksli skóku markaði vestan hafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×