Viðskipti innlent

Börsen segir íslensk hlutabréf í skammarkróknum

Danska viðskiptablaðið Börsen fjallar töluvert um íslenskt viðskiptalíf á vefsíðu sinni í dag. Þar segir blaðið m.a. í fyrirsögn á einni greininni að íslensk hlutabréf séu komin í skammarkrókinn á alheimsvísu.

Greint er frá því að úrvalsvísitalan íslenska (OMX 15) hafi lækkað um 55% á síðustu sex mánuðum. Aðeins á einum stað í heiminum hefur kvarnast jafnmikið úr hlutafjáreign en það er á markaðinum í Ho Chi Minh í Víetnam þar sem úrvalsvísitalan hefur lækkað um 56% á sama tímabili.

Í þriðja sæti er svo Serbía með með lækkun upp 42% og síðan kemur Jórdanía með lækkun upp á 40%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×