Viðskipti innlent

Gengið hefur fallið um 2,5 prósent í morgun

Gengi íslensku krónunnar hefur fallið um rúmlega 2,5 prósent í morgun frá því að gjaldeyrirsmarkaðurinn var opnaður.

Mikilar sveiflur hafa verið á genginu þennan stutta tíma sem opnunin hefur staðið og mest varð fallið á krónunni rúmlega fjögur prósent en fallið hefur gengið aðeins til baka síðustu mínúturnar.

Dollarinn er nú í tæplega 77,5 krónum, pundið í rúmum 154 krónum, danska krónan í rúmlega 16,4 krónan og evran í rúmlega 122 krónum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×