Byrjum á réttum enda 28. mars 2008 05:30 Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn svokallaði, hefur verið Íslendingum afar mikilvægur. Segja má að með samningnum hafi mörgum þeim framfaramálum, sem verulegur pólitískur ágreiningur hafði verið um svo árum skipti, verið komið í höfn. Sem dæmi má nefna grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks viðskiptalífs í átt til frjálsræðis, m.a. með löggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi, alls konar áherslur á sviði neytendaverndar og fleiri atriði má telja. Við Íslendingar vorum sannarlega á leið í átt að frjálsari viðskiptaháttum, en vafalaust hefur gerð samningsins hraðað öllu regluverki verulega. Ekki má gleyma því að grunnurinn að tilurð Evrópska efnahagssvæðisins var EFTA-samningurinn sem hafði á sínum tíma mikla þýðingu fyrir þjóðina. Kannski er það rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Ísland hefði átt að fylgja Danmörku inn í ESB í upphafi 8. áratugarins. Sennilega munu Danir ávallt njóta þess í völdum innan ESB að hafa verið snemma á ferðinni.Skart fram gengiðMeirihluti þeirra þjóða sem átti aðild að EES-samningnum í upphafi, gekk fljótlega í ESB og sennilega hafa samningaviðræðurnar við ESB um samninginn valdið því hve flestum gekk greiðlega að fá aðild að ESB samþykkta í heimalöndunum, þótt Noregur sé undantekning þar frá. Í mínum huga er alveg nauðsynlegt að huga vel að fortíðinni og þeim aðstæðum og umræðum sem uppi voru í þjóðfélaginu þegar EES-samningurinn var lögfestur, þegar við núna ræðum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við skulum flýta okkur hægt, vinna heimavinnuna þannig að ef við teljum rétt að ganga í ESB sé undirbúningurinn klár. Í þessu efni eru nokkur grundvallaratriði fyrir hendi sem ekki verður horft framhjá.Við gerð EES-samningsins átti að ganga frá ákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. hefði verið rétt að semja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur við vissar aðstæður, m.a. þegar kemur að valdaframsali í þá veru sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Í mínum huga var gengið skart fram við gerð EES-samningsins og vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt á þeim tíma. Hins vegar er staðreyndin sú, að áhrif samningsins inn í íslenska löggjöf hafa verið meiri en þorri manna gerði sér grein fyrir.StjórnarskárbreytingarÍslendingar eiga ekki að sækja um aðild að ESB fyrr en fram hafa farið nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Mikið hefur verið sagt og skrifað um ESB og í raun engin ástæða til að setja af stað enn eina nefndina um atriði sem þegar liggja fyrir, eins og t.d. kosti og galla sambandsaðildar. Á endanum er um að ræða ákvörðun sem íslenska þjóðin á að taka út frá hagsmunum landsins til lengri tíma. Hins vegar hefur skort á frekari umræðu um þau undirbúningsskref sem þarf að taka ÁÐUR en hægt er að taka afstöðu til kosta og galla ESB-aðildar.Það kann vel að vera að innleiðing löggjafar Evrópusambandsins yrði með vandaðri hætti með aðild en ekki, þótt það sé alls ekki útilokað að nýta samninginn um EES betur, sérstaklega hvað eftirfylgni Alþingis varðar. Þegar horft er til hagsmuna Íslands skal á það minnt að Ísland hefur alla tíð notið þess að vera lítið land. Við höfum náð góðum samningum við stórveldi beggja vegna Atlantsála og þeir fríverslunarsamningar sem við höfum náð, við þjóðir hvaðanæva hafa reynst heilladrjúgir. Við verðum að horfa til þess hvort hægt sé að halda sjálfstæði okkar að þessu leyti frekar en að rogast með öllum þeim þjóðum sem eru í ESB.Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.TímaspursmálAðild að ESB tekur langan tíma. Það er ágætt að nota komandi misseri til að fara í gegnum þá þætti sem þarf þannig að ef ástæða þykir til að skoða aðild að ESB strandi það ekki á skorti á undirbúningi heima fyrir. Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.En ef umræðan um Ísland og Evrópusambandið á að vera á skynsamlegum nótum, verður að byrja á réttum enda og þar skiptir undirbúningur hér heima fyrir, og þá ekki síst ákvæði stjórnarskrárinnar, miklu máli.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn svokallaði, hefur verið Íslendingum afar mikilvægur. Segja má að með samningnum hafi mörgum þeim framfaramálum, sem verulegur pólitískur ágreiningur hafði verið um svo árum skipti, verið komið í höfn. Sem dæmi má nefna grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks viðskiptalífs í átt til frjálsræðis, m.a. með löggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi, alls konar áherslur á sviði neytendaverndar og fleiri atriði má telja. Við Íslendingar vorum sannarlega á leið í átt að frjálsari viðskiptaháttum, en vafalaust hefur gerð samningsins hraðað öllu regluverki verulega. Ekki má gleyma því að grunnurinn að tilurð Evrópska efnahagssvæðisins var EFTA-samningurinn sem hafði á sínum tíma mikla þýðingu fyrir þjóðina. Kannski er það rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Ísland hefði átt að fylgja Danmörku inn í ESB í upphafi 8. áratugarins. Sennilega munu Danir ávallt njóta þess í völdum innan ESB að hafa verið snemma á ferðinni.Skart fram gengiðMeirihluti þeirra þjóða sem átti aðild að EES-samningnum í upphafi, gekk fljótlega í ESB og sennilega hafa samningaviðræðurnar við ESB um samninginn valdið því hve flestum gekk greiðlega að fá aðild að ESB samþykkta í heimalöndunum, þótt Noregur sé undantekning þar frá. Í mínum huga er alveg nauðsynlegt að huga vel að fortíðinni og þeim aðstæðum og umræðum sem uppi voru í þjóðfélaginu þegar EES-samningurinn var lögfestur, þegar við núna ræðum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við skulum flýta okkur hægt, vinna heimavinnuna þannig að ef við teljum rétt að ganga í ESB sé undirbúningurinn klár. Í þessu efni eru nokkur grundvallaratriði fyrir hendi sem ekki verður horft framhjá.Við gerð EES-samningsins átti að ganga frá ákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. hefði verið rétt að semja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur við vissar aðstæður, m.a. þegar kemur að valdaframsali í þá veru sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Í mínum huga var gengið skart fram við gerð EES-samningsins og vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt á þeim tíma. Hins vegar er staðreyndin sú, að áhrif samningsins inn í íslenska löggjöf hafa verið meiri en þorri manna gerði sér grein fyrir.StjórnarskárbreytingarÍslendingar eiga ekki að sækja um aðild að ESB fyrr en fram hafa farið nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Mikið hefur verið sagt og skrifað um ESB og í raun engin ástæða til að setja af stað enn eina nefndina um atriði sem þegar liggja fyrir, eins og t.d. kosti og galla sambandsaðildar. Á endanum er um að ræða ákvörðun sem íslenska þjóðin á að taka út frá hagsmunum landsins til lengri tíma. Hins vegar hefur skort á frekari umræðu um þau undirbúningsskref sem þarf að taka ÁÐUR en hægt er að taka afstöðu til kosta og galla ESB-aðildar.Það kann vel að vera að innleiðing löggjafar Evrópusambandsins yrði með vandaðri hætti með aðild en ekki, þótt það sé alls ekki útilokað að nýta samninginn um EES betur, sérstaklega hvað eftirfylgni Alþingis varðar. Þegar horft er til hagsmuna Íslands skal á það minnt að Ísland hefur alla tíð notið þess að vera lítið land. Við höfum náð góðum samningum við stórveldi beggja vegna Atlantsála og þeir fríverslunarsamningar sem við höfum náð, við þjóðir hvaðanæva hafa reynst heilladrjúgir. Við verðum að horfa til þess hvort hægt sé að halda sjálfstæði okkar að þessu leyti frekar en að rogast með öllum þeim þjóðum sem eru í ESB.Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.TímaspursmálAðild að ESB tekur langan tíma. Það er ágætt að nota komandi misseri til að fara í gegnum þá þætti sem þarf þannig að ef ástæða þykir til að skoða aðild að ESB strandi það ekki á skorti á undirbúningi heima fyrir. Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.En ef umræðan um Ísland og Evrópusambandið á að vera á skynsamlegum nótum, verður að byrja á réttum enda og þar skiptir undirbúningur hér heima fyrir, og þá ekki síst ákvæði stjórnarskrárinnar, miklu máli.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun