Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af fleiri félögum

mynd/ap

Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af því að fleiri stór fyrirtæki í landinu lendi í erfiðleikum og því hefur fjármálaráðuneyti landsins hafið vinnu sem miðar að því að koma í veg fyrir það.

Frá þessu greindi Dana Perino, talsmaður Hvíta hússins, í dag um leið og hún varði þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að koma tryggingafélaginu AIG til aðstoðar. Greint var frá því fyrr í dag að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði lánað tryggingarisanum nærri 8 þúsund milljarða króna til þess að forða félaginu frá gjaldþropti. Með þessari neyðarráðstöfun eignast Bandaríkjastjórn 80 prósenta hlut í fyrirtækinu sem telst í hópi 20 stærstu fyrirtækja heims.

Perino sagði á blaðamannafundi í dag að ef ekki hefði verið gripið inn í mál AIG hefði það haft alvarleg áhrif á bandarískt efnahagslíf sem þegar skelfur vegna gjaldþrota stórra fjármálafyrirtækja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×